Wednesday, January 9, 2013

Heimaæfing

Í gærmorgun svaf ég yfir mig. Var búin að skrá mig í Spinning tíma í Reebok kl 06:15, en rumskaði ekki fyrr en Elín Mist vakti mig rúmlega 7. Svo ég fór bara í vinnuna "óræktuð". Það er svo mikill munur á dögunum sem maður nær ræktinni fyrir vinnu og þegar maður nær því ekki. Ég var svo þreytt allan daginn að ég hélt ég myndi ekki hafa hann af. Var geispandi og átti á tímum erfitt með að halda augunum opnum. Mikið var ég fegin þegar dagurinn var búinn. Fór heim og lagði mig!! Svo um kvöldið ákvað ég að bretta upp ermarnar og taka brennslu heima í 40 mínútur til að geta farið sátt að sofa :)

Þegar ég er að taka svona brennslu heima þá fer ég bara á youtube.com og leita eftir "cardio workout at home" eða eitthvað í þeim dúr. Ég fann tvær 20 mín æfingar og var sko orðin veeeel sveitt fyrstu 5 mín, enda valdi ég æfingar með fullt af hoppum og core æfingum. Ég elska að svitna!!! Ég veit að sviti er ekki mælikvarði á hversu mikið maður er að brenna, en mér finnst það bara svo góð tilfinning, veit ekki af hverju.

Stuð í þessu!
Ég myndi aldrei æfa í stuttbuxum í ræktinni, ekki að ég sé eitthvað spéhrædd, en ég bara myndi ekki gera það. En það er fínn heimaæfinga-fatnaður :)

No comments: