Pages

Monday, January 7, 2013

Skipulagning

Þegar maður er að stefna að einhverjum markmiðum þá verður maður að skipuleggja sig vel. Mitt markmið þessa stundina er að vinna Sexy in 60 áskorunina og það vill svo skemmtilega til að ég er meistari í að skipuleggja! Mér finnst í raun óþægilegt að hafa ekkert skipulag. Ég er alltaf með matarplan og æfingaplan (sama hvort ég er í áskorun eða ekki) og reyni eftir fremsta megni að fara eftir því 100%. Ef ég er ekki með neitt plan þá bara einhvernveginn fer allt í vaskinn hjá mér, svo þetta virkar fyrir mig.

Sunnudagskvöld eru mín skipulagskvöld. Þá reikna ég út nákvæmlega hvað ég þarf að elda mikið fyrir vikuna og fylli ísskápinn minn gjörsamlega af allskyns boxum. Svo á hverjum morgni þegar ég fer í ræktina þá er ég með 2 töskur, eina fyrir ræktina og aðra fyrir matinn. Fólk spyr mig mjög oft hvað ég geri við alla þessa brúsa og hvort þetta sé ekki mikið vesen og þar fram eftir götunum, og svar mitt við þessum spurningum er bara voðalega einfalt. Mér finnst þetta gaman!!! (og ég drekk úr þessum brúsum). Mér finnst gaman að hafa markmið, skipuleggja mig, fara eftir planinu og geta sett X við það sem ég hef gert og sjá hvað ég kemst nær markmiðum mínum með hverjum deginum sem líður :)

Food prep hjá mér í gærkveldi

Elska nýja leðurjakkann minn - hef grun um að hann eigi eftir að vera mikið notaður!!
Ég lét loksins verða að því um helgina að kaupa mér leðurjakka. Er búin að hugsa um það svoooo lengi, svo ég ákvað bara að drífa í því á meðan það eru útsölur. Ég fékk þennan fallega studded leðurjakka í Dúkkuhúsinu á 7000 kall!!! Það tel ég vera kostakaup! :) og við erum að tala um það að hann er sko númer 8 og samt ekki níðþröngur á mér.!! (hahah bara varð að láta það fylgja með, ég er vön að nota númer 10 og byrjaði bara strax á að máta það númer og hann var bara hjúmangus á mér). Það er bannað að koma með komment um að númerin þarna séu eitthvað skrítin, ok!!

Svo fór ég náttúrulega í ræktina um helgina, og ekki bara einu sinni sko, og ekki tvisvar, heldur þrisvar! Svona eru helgarnar hjá mér þegar ég er barnlaus, hef ekkert að gera svo ég bara flyt í ræktina haha. En mér finnst fínt að æfa um helgar og taka þá frekar einn virkan dag í hvíld, geta farið bara heim beint eftir vinnu að leggja mig og svona.....ég er ekkert að hata það :)

Bætingar bætingar bætingar! Fyrir ekki svo löngu síðan fékk ég smá muffin top í þessum buxum - not anymore!!! :)

No comments: