Friday, January 4, 2013

Nýtt ár - 2013

Þá er árið 2013 farið af stað, og það byrjar bara svona ofsalega vel. Byrjaði aftur í Sexy in 60 áskoruninni 2.janúar ásamt Lilju vinkonu minni á Skaganum og þetta lofar mjög góðu. Spennandi matarprógram og skemmtilegar æfingar og góður félagsskapur. Mig langar ennþá meira að vinna núna heldur en síðast því hún Michelle er búin að bæta við verðlaunum, núna fær maður ekki bara six pack tösku, heldur líka púlsmæli, fitness módel þjálfunarpakka, endugreitt þátttökugjald og afslátt af þjálfun hjá henni í framtíðinni. Svo fá allir sem klára 60 dagana bol með Sexy in 60 lógó-inu. Ég kláraði náttúrulega síðustu áskorun og bolurinn sem ég fæ fyrir að hafa afrekað það er í póstinum á leiðinni til mín :D

Ætla að klára þessa færslu með smá myndabloggi bara :) 

Litaði hárið mitt dökkbrúnt í fyrradag, hætt í rauða litnum í bili :)

Elín Mist ætlar sko að vera dugleg að bursta tennurnar á nýja árinu!! (ég kom ekki nálægt þessu, tek það fram!!)
Held ég sé haldin sjálfspyntingarhvöt, sá þetta og hugsaði: "ég VERÐ að vera með!"...samt hata ég burpees hehehe

Motivation!! gott að hafa fyrir framan sig til að hvetja sig áfram- er á vegg inní herbergi hjá mér


Ég í ræktinni eftir tabata tíma í morgun

Outfit dagsins - á leið í vinnu :)
Eigið góðan föstudag kæru vinir :)

No comments: