Tuesday, January 29, 2013

Bakstur

Elín Mist er náttúrulega bara snillingur! Þó hún sé rétt svo 11 ára þá er hún betri en mamma sín í eldhúsinu. Haldiði að hún hafi ekki bara skellt í skinkuhorn í gær, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég veit ekki hversu oft ég hef reynt að baka skinkuhorn og klúðrað þeim, þannig að þau verða bara hörð og þurr. En hennar voru fullkomin!! (ég stalst til að smakka herlegheitin hjá skvísunni). Hún var líka sjálf mjög stolt af sjálfri sér eftir baksturinn, enda gerði hún þetta alveg sjálf, ég kom ekki nálægt þessu. Ég var ekki einu sinni heima, hún var að taka hornin út úr ofninum þegar ég kem heim!

Snillingurinn minn:No comments: