Pages

Monday, December 24, 2012

Vinkonuhittingur

Í gærkveldi hittumst við þrjár vinkonur á Furugrundinni heima hjá mömmu og pabba. Pabbi kveikti í arninum fyrir okkur og mamma setti á borð smákökur sem hún var búin að baka. Ægilega notalegt. Við skvísurnar spjölluðum svo um allt milli himins og jarðar og tókum svo upp spilastokkinn og tókum einn Manna. Það vantaði bara hana Ástu Möggu sem býr núna útí Noregi til að fullkomna þennan hitting. Það er svo mikilvægt að rækta vinasamböndin líka, en maður vill oft gleyma því eða ekki gefa sér nægan tíma til þess. Við höfum ákveðið að gera þetta að mánaðarlegum viðburði. Það er svo frábært að eiga góða vini sem maður getur talað við um allt :)

Kósý arineldur

Jólatréð sem Elín Mist skreytti svo vel og vandlega

Þessar tvær eru yndislegar

Vinkonur
Rannveig

Lilja

Ég

Úrslitin voru ekki mér í vil.....

1 comment:

Anonymous said...

Dásamlegt alveg :D kveðja Rannveig