Wednesday, December 26, 2012

Aðfangadagur

Ég byrjaði aðfangadaginn á skemmtilegri æfingu. Fór í Metabolic tíma, sem var um 40 mínútur. Þetta voru allt skemmtilegar æfingar og svona, en aðeins of mikið um hvíldir og svona, fann að ég var ekki alveg búin með alla orkuna mína í lok tímans svo ég fór uppí salinn og tók axlir og smá auka brennslu líka.


Svo fór ég í jólabaðið og sótti svo skvísuna mína til pabba síns. Við kíktum í heimsókn til Dössa bróður míns og horfðum á jólabíó. Svo fórum við heim í kósýfíling og fórum að undirbúa jólamatinn, þar sem mamma þurfti að vinna til hálf átta.

Á jólunum drekkur maður vínið úr ekta kristali!

Salatið sem ég bjó til 

Svona er hárið mitt sítt þegar búið er að slétta það

Elín Mist að hjálpa til í eldhúsinu

Komin í jóladressið

Aðalskvísan

Við mæðgurnar að fíflast - eins og venjulega

 Um leið og mamma kom heim var sest við borðhaldið. Maturinn var alveg geðveikislega góður. Allir borðuðu svo mikið að það var ekkert pláss fyrir eftirrétt. Á hverju ári kaupum við eftirrétt sem við ætlum að hafa eftir matinn, en á hverju ári verður ekkert úr því. Jólaísinn er ennþá ofan í frystikistu.


Þvi næst var farið í það að opna pakka. Allir fengu svo margt fallegt og ég fékk óvenju mikið þetta árið....fékk bara 2 gjafir í fyrra hehehe. Þegar ég var að opna gjöfina frá Elínu minni varð mér heldur betur á. Það var svona hjartalaga ljós ofan í pakkanum og ég tek það upp og ætlaði að segja: "aww er þetta svona ljós", nema hvað að ég sagði: "aaww er þetta svona ljótt". Við sprungum öll úr hlátri, ég fékk sko illt í kjálkann ég hló svo mikið. heheh. Ég held að Elín sé búin að fyrirgefa mér.....vonandi allavega.Eg og pabbi

Gjafirnar mínar, 2 handtöskur, leðurlíkis buxur, ilmvatn, armband, hringur, augnskuggi, ljós, svefngríma og heimatilbúin gríma :) 

Magga vinkona gaf mér pakka og hún var sko búin að segja mér að ég mætti alls ekki hrista pakkann. Sem gerði mig náttúrulega mjööög forvitna. Svo þegar ég opna pakkann þá sé ég bara ísglas með loki (svona eins og maður fær sjeik í), ég opna það og þá liggur þar efst lítill pakki, og í restinni af glasinu er ekkert nema grjót. Elín Mist sækir skál og setur grjótið ofan í til að athuga hvort að það sé eitthvað í þessum steinum, en það var ekkert nema gras inná milli. Magga hefur greinilega bara farið í garðinn sinn og fyllt boxið af steinum svo ég myndi ekki fatta hvað þetta væri í pakkanum hehe. En í pakkanum var mjög fallegt armband úr Kiss.


Eftir pakka-opnunina var svo kíkt í heimsóknir til beggja bræðra minna sem búa hér á Skaganum. Svo var það bara kósý þangað til var farið að sofa.

Elín komin í föt sem hún fékk í jólagjöf

Komin í kósý

No comments: