Tuesday, December 11, 2012

Róleg helgi

Stundum koma helgar þar sem maður er barnlaus og með akkúrat engin plön.....og það getur verið svo yndislegt!! Á föstudeginum, eftir að hafa skutlað litlunni minni niður í Mjódd þar sem hún tók strætóinn uppá Skaga fór ég í ræktina. Tók hrikalega góða æfingu og smá cardio eftirá. Um kvöldið fór ég svo í sjóðandi bubble bath og horfði á "The Voice" á meðan með rauðvín og ilmkerti innan handar, mmmm ekkert lítið sem það var notalegt. Svo var skellt á sig smá brúnku og farið snemma að lúlla.

Vaknaði á laugardeginum kl 08:30 og eftir að hafa gúffað í mig morgunmat og melt hann aðeins skellti ég mér í World Class í Ögurhvarfi og fór í Buttlift tíma. Ég hef oft farið í Buttlift tíma í Reebok, en aldrei fundist þeir reyna nógu mikið á svo ég hætti að nenna að fara í þá. En ég var búin að heyra svo marga tala vel um þessa Buttlift tíma í WC svo ég ákvað að prófa. Og váááá hvað ég sá ekki eftir því. Héðan í frá verða allir laugardagsmorgnar nýttir í Buttlift!!! Var ótrúlega erfitt og ótrúlega gaman, alveg eins og ég vil hafa það :)

Svo var verslað jólagjafir, borðað nammi og pizzu, pakkað inn jólagjöfum, talið dósir, sofnað í sófanum, horft á góða þætti og bara haft það ótrúlega gott!!

Mátaði þennan leðurjakka í Vero Moda og varð ástfangin - en því miður fara allir peningarnir í jólin og afmæli núna.......

Svaf svo alveg fram á hádegi á sunnudeginum og var bara meira og minna að kúra þangað til um fimm leytið, þá brunaði ég uppá Skaga heim til mömmu og pabba. Alltaf jafn gott að fara "heim". Borðaði gjörsamlega yfir mig af mömmu mat!!

Sá þessa mynd á netinu um helgina - finnst þetta alveg hriiiiikalega flott body - svona ætla ég að verða!! :) 

Næsta helgi verður ekki svona róleg hjá mér þar sem við Elín erum að fara að bjóða fjölskyldunni í afmæliskaffi í tilefni af 11 ára afmæli skvísunnar. Svo það verður bara tiltekt, bakstur og gestagangur þá :)

No comments: