Friday, December 14, 2012

Jólajóla

10 dagar til jóla!! Það er ekkert lítið sem tíminn líður hratt svona í desember. Jólin hittast þannig á núna að maður fær smááá vinnu-frí, en þar sem ég er í þannig starfi þá þarf ég að mæta á milli jóla og nýárs, og á gamlársdag líka. Ákvað að taka mér frí á aðfangadag samt sem áður en þarf að vinna þá laugardaginn fyrir þorlák í staðinn. Það verður víst einhver að sjá til þess að starfsmenn Pennans og Eymundssonar fáí greidd rétt laun á réttum tíma.....en það verður bara kósý. Ég er hvort sem er svo mikið nörd að mér finnst gaman í vinnunni hehe :) Núna síðustu daga hef ég verið að hlusta á jólalög á meðan ég er að vinna, það er alveg rosalega notalegt. Bjó mér til playlista á youtube sem ég bara set á shuffle og læt rúlla í gegn.


Með því að smella á þennan hlekk og velja "Play all" geturu hlustað á jólalaga-listann minn.

Þið takið kannski eftir því að það eru ansi mörg lög þarna með Michael Buble....en hann er bara svo yndislegur, þið afsakið það :)
No comments: