Friday, December 7, 2012

Föt föt föt

Ég er svo ótrúlega mikill fatafíkill að það er ekki einu sinni fyndið. Ég elska að fara í fatabúðir að skoða og máta. Jafnvel þó ég eigi engan pening og sé ekki að fara að kaupa neitt, þá geri ég það samt. Bara að fá að máta nokkrar flíkur er stundum alveg nóg fyrir mig til að svala þessari þörf hahaha. Ein klikkuð hérna. Ég get stundum alveg misst mig á netinu við að skoða myndir af fallegum fötum sem mig langar í. Núna langar mig til dæmis ógeðslega mikið í flottan töff leðurjakka. Ef ég bara væri rík - þá væri allt svo mikið betra! hahhaha. Ég er með fjórfaldan fataskáp heima hjá mér og stóra fatagrind með 5 skúffum og allt er þetta troðfullt. Samt finnst mér ég aldrei eiga neitt af fötum til að fara í og enda alltaf í sömu flíkunum. Þarf alvarlega að fara í gegnum þetta einhverntíma þegar ég nenni. Um daginn tók ég allt í gegn og fór með 4 svarta poka til að gefa af fötum sem ég vissi að ég passaði ekki í eða myndi aldrei nota aftur. Núna þarf ég að fara að máta allt aftur og sjá hvað ég get notað og hvað ekki.

Var aðeins að missa mig að skoða föt áðan, og mig langar í allt þetta!! :)

Glitter pants úr Vero Moda

Evita svartur blazer úr Vero Moda

Gaby top úr Vero Moda

Hen peysa úr Vero Moda

Flott outfit úr Dótturfélaginu

Hrikalega flott outfit úr Dúkkuhúsinu

Gallabuxur úr Dúkkuhúsinu

Svartur jakki frá Define the line

Kósý peysa úr Dúkkuhúsinu

Leopard buxur úr Dúkkuhúsinu

Leðurjakki úr Dúkkuhúsinu

Leðurjakki frá Define the line

Annar leðurjakki úr Dúkkuhúsinu

Hvítur stud bolur úr Dúkkuhúsinu

Svartar disco pants úr Suzie Q

Og enn annar leðurjakki úr Dúkkuhúsinu

No comments: