Saturday, December 22, 2012

Afmæli í Krakkahöllinni

Í gær hélt Elín Mist uppá afmælið sitt eina ferðina enn. Í þetta skiptið var það allur bekkurinn hennar sem mætti og var veislan haldin í Krakkahöllinni í Korputorgi. Það er ekkert smá þægilegt að halda afmæli þar! Mæli algjörlega með því. Auk bekkjarfélaga kom amma hennar, pabbi hennar, kærasta hans og stóri bróðir hennar í afmælið líka. Hún var ekkert lítið ánægð með þessa veislu og að fá að hafa allt uppáhaldsfólkið sitt samankomið til að halda uppá þetta með henni. Ekki oft sem það gerist.


Vel heppnuð veisla í alla staði :)

No comments: