Monday, November 26, 2012

WBFF European Championship

Núna um helgina var enn annað fitnessmótið haldið hérna á Íslandi og var það WBFF mót í þetta skiptið. Það er sama félag og ég var að keppa fyrir útí Danmörku í maí. Það er ótrúlega gaman að horfa á mótin hjá þeim, flott lýsing, ekki eins margir keppendur þannig að þetta verður ekki þreytandi, búningar, kjólar og keppendur eru frjálsari á sviðinu og svona, sem gerir þetta allt að meiri skemmtun. Svo voru Blaz Roca og Jón Jónsson að spila inná milli innkomu keppenda, sem var bara geðveikt. Þvílíkir skemmtikraftar :)

Ég var baksviðs að hjálpa til, en náði einstaka sinnum að hlaupa fram og setjast til að sjá hvað var að gerast á sviðinu. Solla vinkona var líka að vinna baksviðs sem gerði þetta ennþá skemmtilegra. Ég var aðallega í því að setja brúnku og olíu á strákana, en var nú líka aðeins að hjálpa stelpunum með að komast í kjólana og þess háttar. Mér fannst bara gaman að geta hjálpað til, ég veit hvað það er stressandi að vera keppandi svo að það sé fólk baksviðs sem er tilbúið að aðstoða mann og kann til verka er mjög mikilvægt.

Allt heppnaðist bara alveg einstaklega vel og ég veit ekki betur en að allir hafi farið sáttir heim, nema kannski einstaka keppandi sem komst ekki eins hátt og hann vildi, en það er nú bara eðlilegt í svona sporti, fólk er með í þessu til að vinna, en það geta ekki allir unnið :)

Ég ætlaði að vera geðveikt dugleg að taka baksviðsmyndir, en svo var bara of mikið að gera þar svo það varð ekkert úr því. Sýni ykkur bara hérna sviðs-myndir í staðinn sem ég stal frá Sveinba vini mínum af "superman.is".
No comments: