Pages

Friday, November 2, 2012

Plyo workout

Góðan daginn :)

Þessa dagana er ég að taka þátt í online áskorun sem heitir "sexy in 60 days" sem ung fitness-stúlka í Houston, USA er að sjá um (þið getið ýtt á flipann hér fyrir ofan til að lesa meira um áskorunina). Við erum 30 stelpur í áskoruninni og eins og nafnið gefur til kynna stendur áskorunin yfir í 2 mánuði; október og nóvember. Michelle Parish, heitir hún sem sér um keppnina, og hún er algjör æðibiti. Virkilega góður motivator, mikill viskubrunnur og mjög hugmyndarík og skemmtileg. Ég stefni að því að fara á næsta ári til usa og keppa, helst einhversstaðar nálægt Houston, svo ég geti hitt hana og hún aðstoðað mig við undirbúning.

En sú sem vinnur þessa sexy in 60 áskorun fær einmitt í verðlaun six pack bag (sem er snilldartaska fyrir fitness fólk sem er alltaf með nesti með sér útum allt) og svo alla aðstoð til að keppa á fitnessmóti, sem vinnigshafi fær að velja sjálfur í samráði við Michelle. Þá erum við sem sé að tala um þjálfun fyrir mótið, keppnisgjald, brúnka, make up...allur pakkinn (ekki alveg allur, en svona alveg slatti amk). Þannig að mig langar mjöööög mikið til að vinna! Hún velur sjálf sigurvegara og tekur þá tillit til líkamlegra breytinga, hugarfars, viðhorfs, þátttöku í grúppunni og hversu vel við höfum verið að fara eftir prógramminu. Við erum sirka 10 sem erum allra virkastar og líklegastar til sigurs. Það er alveg hrikalega skemmtilegt að taka þátt í þessu, búin að kynnast skemmtilegum stelpum og svo er þetta að sjálfsögðu mikil hvatning líka. Hún verður með fleiri áskoranir eftir þessa, ætlar að byrja í janúar með nýja áskorun, svo ég mæli eindregið með þessu fyrir þær sem vilja komast í form eða fá auka hvatningu!

Six pack bag

Við fáum sem sé æfinga og matarplan sem við þurfum að fylgja eftir í þessari keppni. Skiptist í Phase 1 og Phase 2. Á mánudaginn síðasta byrjaði phase 2, sem er alveg slatta erfiðara en phase 1. Ekki bara erfiðara samt, heldur líka slatta öðruvísi, bæði æfingarlega og matarlega séð. Elska svona fjölbreytni. Tvisvar í viku er svokölluð Plyo-revolution æfing, sem er hrikalega skemmtileg. Ég gerði hana bara heima síðast og er alveg að elska þetta! Tekur enga stund, en samt lekur alveg af manni svitinn!!

Hérna er ég að gera Plyo æfinguna í fyrsta skiptið:



Ógeðslega gaman!

Æfingin:
20 jumping jacks
20 mountain climbers
20 tuck jumps
20 burpees
20 lunge jumps
20 jumping jacks
20 mountain climbers
20 squat jumps

Svo hvílir maður aðeins, og tekur svo annan hring. Ég er reyndar svo klikkuð að síðast tók ég auka hring af 10 endurtekningum, og mun örugglega næst bara bæta við alveg heilli umferð :)

No comments: