Thursday, November 1, 2012

Mæli með - Beauty and the BeastBeauty and the beast eru nýjir þættir sem ég byrjaði að horfa á af einskærri forvitni. Mér finnst svo gaman að finna nýja góða þætti og ég sé klárlega ekki eftir að hafa prófað þessa. Aðalleikonan (Kristin Kreuk) lék í Smallville og aðalleikarinn (Jay Ryan) hefur leikið m.a. í Terranova og Neighbours, en hann er nýsjálenskur. Alls ekki leiðinlegt að horfa á hann, freeeeekar myndarlegur gaur, og stelpan er reyndar líka alveg óþolandi sæt. Enda gefur nafnið á þættinum það til kynna. Þessi lýsing á þættinum má finna á Wikia :

"Today, Catherine has grown into a competent and strong woman, but she still believes someone human saved her life, not an animal. While investigating a recent murder, a clue leads Catherine to Dr. Vincent Keller, a man who was apparently killed while serving in Afghanistan in 2002. Of course, it turns out that Vincent is actually alive, and he's the same man who saved her life. But he's been in hiding for the last 10 years because his condition leads him to turn into a beast when he becomes enraged. After meeting with him, Catherine makes a deal: she'll keep his secret if he can help her with her mother's murder. Their partnership continues to grow and, of course, the pair find themselves drawn to each other" 
Mér finnst báðir karakterarnir þeirra í þættinum mjög skemmtilegir og sterkir, ég elska svona stelpur sem eru þrjóskar, ákveðnar en samt sætar, og stráka sem eru geðveikt harðir, en samt svo mjúkir, og þessar lýsingar eiga mjög vel við þau bæði. Maður finnur alveg spennuna á milli þeirra í þáttunum og bíður í eftirvætingngu eftir að eitthvað gerist á milli þeirra. Þannig á það að vera! Vinkona Catherine í þættinum sem er partnerinn hennar í rannsóknarlögreglunni er líka skemmtilegur karakter, algjör bad ass.
Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum úti og það eru komnir þrír þættir. Sá fjórði þá í sýningu í kvöld vestanhafs.

Hér er svo hægt að horfa á trailerinn, hann gefur ekki of mikið upp, eins og svo margir:


 Mæli algjörlega með þessum þáttum!!
 

No comments: