Thursday, November 1, 2012

Breytingar

Sæl öll

Ég hef ákveðið að breyta aðeins til hérna. Mig langar til að halda áfram að blogga, en ætla bara rétt að breyta umfjöllunarefninu. Nú verður ekki einungis bloggað um ræktina og fitness, heldur mun ég einnig skrifa um sjónvarpsþætti. Til að mynda hvaða þætti ég er að horfa á, skemmtilega karaktera í þáttum, flottustu hönkana að sjálfsögðu, nýja þætti sem ég mæli með, nýja þætti sem ég mæli ekki með og þar eftir götunum, jafnvel henda inn myndböndum af skemmtilegum atriðum. Ég er forfallinn sjónvarpsþátta-fíkill og á erfitt með að fara að sofa á kvöldin nema að horfa á amk einn þátt. Ég elska að finna nýja góða þætti, ætli það sé ekki jafn spennandi fyrir mér eins og fyrir skófíkil að kaupa sér nýtt par af skóm! Ætla að henda fyrstu færslunni minni inn í dag, er gríðarlega spennt fyrir þessu.

 

No comments: