Pages

Friday, August 24, 2012

Worlds

Á morgun er WBFF World Championship haldið í Toronto, og eru nokkrir íslendingar að fara að keppa þar. Þetta er heimsmeistaramót, sem skiptist niður í amateur og pro. Ég held að allir Íslendingar sem eru þarna séu að fara að keppa sem atvinnumenn.....ekki slæmt það. Það eru mörg hundruðir keppenda að fara að stíga á svið þarna, og allir í hriiiiikalegu formi, svo það verður alveg magnað að sjá! Get ekki beðið eftir að horfa. Erum nokkur úr fitness-grúppunni á facebook sem redduðum okkur sal og ætlum að horfa á þetta á stórum skjá, það verður klárlega awesome :D

Í morgun fór ég í Tabata tíma kl 6 og kom það í ljós að það er til eitt spil sem ég er ekki svo góð í......heheh. Kennarinn (Geir Gunnar) mætti sem sagt með spilastokk og svo voru bara spilin dregin og hvert spil sagði til um hvað við ættum að gera. Hjarta var armbeygjur, tígull var uppsetur, spaði var hnébeygjur og lauf burpees. Þannig að ef hann dró til dæmis hjarta tíuna, þá gera það 10 armbeygjur. Þegar hann dró ás þá áttum við að ganga/hlaupa með ketilbjöllur í sitthvorri hendi fram í sal að Reebok skiltinu og til baka, tvisvar. Þannig að niðurstaðan eftir þennan tíma var 509 kaloríur bæ-bæ, 99 uppsetur, 99 armbeygjur, 99 hnébeygjur og ójá 99 burpees!!! Sá púlsinn minn fara mest uppí 199 slög (það var þegar við vorum að gera 11 burpees og svo komu 5 burpees strax á eftir hahhaha). Þetta var rosalega gaman og kom mjög á óvart, tók svaklega vel á :D

Hver hefði trúað því að það væri hægt að gera klukkutíma heljarinnar æfingu með ekkert nema spilastokk??


No comments: