Pages

Wednesday, August 22, 2012

Rútínan

Jæja, þá er rútínan komin í gang. Morgunbrennsla 3x í viku, lyfta 6x í viku, hreint fæði og nægur svefn. Ótrúlegt hvað þetta fylgist allt að einhvernveginn, maður tímir ekki að fá sér einhvern ógeðismat eftir góða æfingu, þegar maður æfir af krafti sefur maður eins og lítið barn og þegar maður sefur nóg hefur maður meiri orku í almennilega æfingar og svona. Er að elska að vera byrjuð aftur að kötta!! Mér finnst það æði. Þriðji dagurinn núna og 13 og hálf vika í mót, vúhú.



Fór í svo ótrúlega skemmtilegan tíma í morgun, TNT í Reebok Fitness sem hann Geir Gunnar er að kenna. Byrjuðum á upphitun sem var 10 mínútna skotbolti og svo gerðum við allskonar æfingar í pörum, annar aðilinn róaði 500 m á meðan hinn hélt í hnébeygjustöðu, svo hjólaði annar aðilinn 1 km á meðan hinn hélt í planka og svo framvegis....tók svo hrikalega vel á! Ekki slæm byrjun á deginum sko.

Dóttir mín var svo að byrja í 6.bekk í morgun. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur....trúi þessu bara varla hehe.

og að lokum:


No comments: