Saturday, August 18, 2012

Letilíf

Búin að vera í sumarbústað í heila viku og gerði varla neitt nema liggja í leti. Það var borðað, spilað, farið í pottinn, horft á vidjó, bakað og þess háttar.....fór EKKERT í ræktina. Þar á undan var þjóðhátíð og svo smá veikindi þar á milli svo ég náði bara einni æfingu á milli, svo það má eiginlega segja að ég sé ekkert búin að fara í ræktina í 2 vikur!!!! Það hefur ekki gerst í guð má vita hversu langan tíma. Það er svo langt síðan að ég bara man það ómögulega, en sennilega einhver ár. Ég er farin að sakna þess allsvakalega.

Skemmtilegt að segja frá því að á mánudaginn er ég að fara að byrja að kötta. Morgunbrennsla, lyftingar, eggjahvítur, kjúlli og prótein er á dagskránni hjá mér næstu 14 vikurnar!! vúhú. Er svo hrikalega spennt fyrir þessu kötti :) Er að fara að taka þátt í erlendri keppni á meðan á köttinu stendur sem snýst um það að ég og nokkrar stelpur útum allan heim sem eru í keppnis-undirbúningi sem endar svo uppá sviði erum að keppa um "besta árangurinn" bæði í undirbúningnum og svo keppninni sjálfri. Þannig að þetta verður svona smá auka motivation fyrir mann. Sigurvegarinn fær svo næstu keppni eftir það á árinu 2013 alveg fría.....keppnisgjald, keppnisföt, make-up, tan og þess háttar.....svo það er til mikils að vinna :D

Á morgun er sunnudagur og þá verður farið í búðina og eldað fyrir alla næstu viku.....svo á mánudaginn mun ég vakna kl 05:30 til að fara í ræktina :D þetta er lífið....búin að bíða eftir þessu of lengi hehehe

Ég var að stofna twitter aðgang ef þið viljið adda mér, nafnið mitt þar er RosaHaralds, endilega eltið mig :)

No comments: