Pages

Friday, July 27, 2012

smá myndir...

Ég er byrjuð að undirbúa köttið hjá mér. Er að byrgja mig upp af fæðubótaefnum og setja saman matarprógramm. Ég ætla reyndar aftur í þjálfun hjá Kidda fyrir mótið, en það verður ekki fyrr en í september, svo ég þarf að byrja sjálf, tek 2 vikur á mínu eigin prógrammi. Ég ætla ekkert að byrja rólega neitt, ég ætla bara að byrja FULL ON SPEED! Það virkar bara best fyrir mig. Ég gerði það til dæmis þegar ég hætti að reykja á sínum tíma, og síðan eru liðin næstum 5 ár ;) Ég er svo spennt að mig langar helst bara að byrja að kötta núna strax. En ég þarf að safna meiri vöðvum. Ég þoli ekki hvað það er erfitt fyrir mig að fá vöðva. Ég er svo rosalega smábeinótt og lítil, með einhverja ofur-þykka húð og greinilega alveg minimum af tesesteróni heheh. En ég vona að þetta sé eitthvað að ganga hjá mér....ég verð illa svekkt annars. Búin að vera svo ótrúlega dugleg, og mér finnst ég sjá eitthvað vera að gerast :) Það verður spennandi að sjá hvernig maður kemur út úr köttinu núna. Framfarir er það eina sem ég bið um. Ég náði miklum framförum síðast, miðað við mín fyrri mót, en það vantaði samt töluvert uppá. Kviðvöðva og lærvöðva vantaði talsvert uppá, og köttið hefði mátt vera betra. Ég var samt ekki nema 53 kg og alveg rosalega pen, ekki nema 60 sm í mittinu, en þar spilar inní hvað ég er rosalega smábeinótt.....ég þarf sennilega að fara undir 50 kg og guð má vita hvað í sentimetrum til að farið sé að skína í vöðvana að ráði hehehe. En þetta kemur allt í ljós :)  Ég er búin að vera að renna yfir myndirnar sem ég tók alltaf vikulega síðast þegar ég var að kötta, alveg ótrúlegur árangur sem ég náði, er mjöööög stolt af því. Fyrir mitt litla líf myndi ég sýna nokkurri manneskju fyrir-myndirnar mínar, ég hreinlega veit bara ekki hvernig ég þorði að senda Kidda þær á sínum tíma heheh. En sem betur fer gerði ég það :) 

Prufu eye-make up hjá Möggu :) 
Persónulega finnst mér ég betri þarna rétt fyrir mót heldur en á sviðinu sjálfu (kviðurinn og axlirnar sérstaklega)...mun fá öðruvísi hleðslu-prógramm næst og svo er spurning hvort að flugið út hafi haft eitthvað með þetta að gera eða hvað......eða kannski er þetta bara í hausnum á mér ;) heheh

4 vikur í mót

3 vikur í mót
3 vikur í mót

Prufa kjólinn sem ég fékk lánaðan hjá Zanný sirka 2 vikum fyrir mót

2 vikur í mót

2 vikur fyrir mót

Fór í myndatöku hjá Sigga Steinthorss og málaði mig sjálf :) Fékk reyndar aldrei myndirnar.... : (

Vika í mót

Og svo smá svona samantekt af myndum frá mótinu sjálfu : (eftir verslunarmannahelgina verð ég komin með hundruðir mynda af mér frá mótinu sjálfu sem Bjarni tók. Hann er búinn að vinna þær allar og þær eru tilbúnar til afhendingu :) 


No comments: