Vá hvað það er langt síðan ég skrifaði hérna inn....skammast mín bara eiginlega fyrir það. En kem þá allavega með ofur færslu núna í staðinn. Ég er búin að vera svo ótrúlega dugleg að æfa í sumar, að það er ekki fyndið. Hef ekki misst úr eina einustu æfingu. Jú reyndar, einn daginn ákvað ég að fara í sólbað eftir vinnu í staðinn fyrir að fara á æfingu, en tók svo tvær æfingar í staðinn daginn eftir, svo að í rauninni þá missti ég ekkert úr. Ég er búin að vera mjöööög dugleg að borða, alltaf á 2ja til 3ja tíma fresti, og reyni að halda mig við hollustuna svona í 85-90% tilvika (nema á laugardögum og þegar ég fór til Akureyrar í viku, en þá æfði ég líka 2x á dag allan tímann heheh). Er búin að vera rosa dugleg í próteininu, glútamíninu og kreatíninu og byrjuð að prófa ZMA, því ég er að reyna að fá á mig einhvern almennilegan vöðvamassa. Ég á alls ekki svo auðvelt með það og ég ætla ekki að nota neitt ólöglegt til þess að hjálpa mér við það. Ég vill gera þetta alveg sjálf þannig að ég geti þá verið extra stolt þegar uppi er staðið. Ég hef ekki nema tæpan mánuð í viðbót til að massa mig upp áður en ég byrja svo að kötta. Ég hlakka soldið til að byrja að kötta aftur, ekki það að það er líka gaman að vera bara að lyfta þungt og vera algjör durgur í ræktinni, þá sakna ég þess samt pínu að fara í brennslu og svona, vakna kl 6 á morgnanna og hafa meiri rútínu. Já ég er skrítin....það er víst bara svoleiðis.
Hérna er ég eftir ræktina um daginn að taka sjálfsmyndir, athuga hvort ég sjái ekki einhverja vöðva vera að stækka hehehhe. Var að fá mér þennan fína púlsmæli sem er algjör snilld, segir mér nákvæmlega hvað ég brenni mörgum kaloríum á æfingunni og allt :)
|
sveitt |
|
eigum við að ræða þessar byssur? heheh |
Svo fór ég til Akureyrar um daginn og var í viku. Gisti hjá Eddu minni og kærastanum hennar honum Kela. Það var alveg frábært að komast í smá frí. Við vorum meira og minna í Ræktinni sem þau skötuhjú reka þarna fyrir norðan. Tók 2 æfingar nánast daglega, fór hjá Eddu í HIIT tíma sem var ógeðslega gaman og ógeðslega erfitt. Hjálpaði þeim eitthvað smá að mála og svona hjá sér (var ekki voða dugleg í því samt, það er ekki svo gaman hehehe). Fyrstu tvo dagana voru mamma og Elín Mist líka fyrir norðan og þá var ég með þeim að vera túristi.
|
Pæjan mín :) |
|
Það var fengið sér ís þarna....sem mér og mömmu fannst alls ekki góður! |
|
sætust :) |
Ég er ekki búin að taka mér mikið frí í sumar, fyrir utan þessa einu viku sem ég fór norður. Búin að vera bara ofur dugleg að vinna. Mér finnst bara gaman í vinnunni, ég hef voða litla þörf til að vera að taka mér mikið frí. Eftir 2 daga er ég búin að vinna hérna í nákvæmlega eitt ár....ekkert smá hvað tíminn líður hratt!! Ég mun taka mér frí á föstudeginum fyrir versló til að fara á þjóðhátíð og svo tek ég aðra viku í frí í ágúst til að fara í sumarbústað. Þá er það upptalið. Svo þegar ég kem heim úr bústaðnum, þá tekur alvaran við aftur og köttið byrjar! vúhú :)
|
19. júlí 2012 |
|
19. júní 2012 |
|
25. júní 2012 |
|
29. júní 2012 |
Held ég láti þetta duga í bili, en verð geðveikt dugleg að blogga héðan í frá :)
No comments:
Post a Comment