Tuesday, June 5, 2012

Ain´t no stopping....

Þó það sé sumar og ég sé ekki að fara að keppa aftur fyrr en 3.nóvember, þá er samt engin pása hjá mér. Ég ætla að bæta mig fyrir næsta mót og það kostar vinnu. Ég verð í ræktinni að vinna í því sem þarf að vinna í og svo verð ég líka að passa mig að þyngjast ekki of mikið, þó ég sé að reyna að auka vöðvamassa, svo maður verður að passa mataræðið vel. En ég ætla nú samt að leyfa mér eitthvað í sumar....ætla ekki alveg að lifa á kjúllabringum og próteinsjeikum. Svo er ég að skoða það hvenær ég muni byrja að kötta aftur. Jafnvel að ég byrji seinnipartinn í júlí og taki svo eina viku pásu frá kötti í ágúst þegar ég fer í sumarbústað. Þetta kemur allt í ljós :)

Ég er allavega súúúper spennt fyrir þessu og get ekki beðið eftir bætingum :D Búin að vera að mæta í ræktina þrátt fyrir sól og blíðu....löngunin í þessar bætingar heldur mér mótiveraðri...ég ÆTLA, ég GET og ég SKAL. Það er bara svoleiðis. Svo er ég líka dugleg að leita mér af hvatningu á netinu/facebook.....alltaf nóg af hvetjandi myndum þar. Svona myndir virka til dæmis rosalega hvetjandi fyrir mig:
Bráðum fæ ég púlsmæli og strong is the new skinny boli í hús (í nokkrum litum sko)....og ég get ekki beðið....djöfull verður gaman að æfa í þeim!! 

2 comments:

Edda said...

Þú ert æði! Stendur þig vel, hlakka til að fylgjast með. :-)

Rósa said...

Takk fyrir Edda mín :) Mikið er gaman að fá komment á þetta, og alveg extra skemmtilegt að það sé frá þér ;)