Pages

Monday, May 14, 2012

Lokaspretturinn

Jæja þá er lokaspretturinn hafinn. 3 dagar í brottför og 5 dagar í keppnina. Mikil spenna í gangi hérna á heimilinu. Þetta verður æði!!

Næstu dagana er lítið annað að gera hjá mér en æfa, drekka vatn, borða lax, grjón og eggjahvítur. Kl er ekki nema 12 á hádegi og ég er nú þegar búin að drekka 3 lítra af vatni.....bara 5 eftir ;) ekki nema. Svo skemmtilegar líka allar klósettferðirnar sem fylgja þessari vatnsdrykkju.

Er að fara í vinnuna í 3-4 tíma á eftir til að klára verkefnin mín og skilja allt við mig þannig að það sé hægt að vera án mín í eina viku án þess að það bitni á öðrum heheh.....og vá hvað það verður skrautlegt......býst við allnokkrum klósettferðum og gríni samstarfsmanna á minn kostnað.

Ég vigtaði mig í morgun áður en ég byrjaði að drekka, var 55,8 kg. Verður svo spennandi að sjá hversu mikið maður nær að missa af vatni þegar maður fer að þurrkast. Verst að ég verð náttúrulega ekki með mína eigin vigt þarna úti, svo ég mun sennilega ekkert fá að vita réttu tölurnar.....

Mér finnst eins og ég eigi eftir að gera alltof margt áður en við förum út.....ég og Elín mín ætlum að setjast niður í kvöld með blað og penna og skrifa niður ALLT sem við eigum eftir að gera,
kaupa og pakka niður. Þannig að pottþétt ekkert muni gleymast.

Vá hvað ég er spennt....eigum við að ræða það eitthvað??

No comments: