Monday, April 2, 2012

Nýtt tattoo

Fór á laugardaginn og fékk mér nýtt tattoo :) Búin að hugsa um það svooo lengi, og lét bara loksins verða að því. Er ekkert lítið sátt með útkomuna! Þetta er mynd sem táknar soldið stjörnumerkið mitt - tvíburann, sem lýsir mér mjöög vel :D Sá sem tattoo-aði heitir Jason og er á Reykjavík Ink, hrikalega skemmtilegur náungi.

Nærmynd - ótrúlega vel gert ! 

Svo ánægð með þetta !! :D 
Núna eru 7 vikur í mótið og þetta mjakast áfram hjá mér. Engin undur og stórmerki að gerast....en það er eitthvað að gerast. Er barnlaus núna alla þessa viku og eitthvað í næstu svo það verður tekið extra vel á því....get fókusað á bara mig og keppnina og gefið 150% í þetta. Það verður gaman að sjá hvort það geri ekki gæfumuninn og ég fái klikkaðar mælingar á laugardaginn. Svo verður frestun á næsta nammidegi....ætla að hafa hann á sunnudaginn í staðinn fyrir laugardag.....það á eftir að vera HELL erfitt....en mig langar til að borða páskamat með familíunni á sunnudaginn, svo það verður alveg þess virði :D 

Svo eru bara 3 dagar í íslandsmótið í fitness hérna heima....ég ætla að sjálfsögðu að fara og horfa á alla kroppana....160 keppendur, það er náttúrulega hrikalega öflugt, verður klárlega flott mót :) 

No comments: