Friday, March 23, 2012

Föstudagur

Þá er komin enn einn föstudagurinn. Venjulega finnst mér tíminn rosa fljótur að líða, en þessi vika var ekki þannig. Veit ekki af hverju, kannski eitthvað með það að gera að mér fannst hún erfið. Langaði ótrúlega mikið í allt og var þreytt og með harðsperrur og bara allt í gangi hahhaha. (hringið á vælubílinn takk) Byrjaði að telja niður í nammidag strax á þriðjudegi......það lofar ekki góðu hahah. En núna er allavega kominn föstudagur og helgarfríið aaaalveg að detta inn. Klukkari eftir í vinnunni, þá ætla ég að bruna niður í World Class Ögurhvarfi og taka æfingu þar svona til tilbreytingar. Lyfta smá og fara í Tabata tíma. Gott að fá almennilega brennslu svona rétt áður en maður fer að carba upp á morgun hahha.

Á morgun er svo stefnan sett á mælingar, æfingu, dekur í Laugar Spa, pizzu og svo videokvöld með skvísunni minni :D

Á sunndaginn er það svo líklegast fjallganga....eða ferming.....ekki alveg ákveðið, kemur í ljós :D

Góða helgi

No comments: