Friday, January 6, 2012

Helgarfrí

Það er bara alveg að detta í helgarfrí! Það verður ofur-nice að fá að sofa út. En þessi helgi verður bara róleg hjá mér. Bíóferð í kvöld, fitness-box tími á morgun, lyfta á sunnudaginn og svo mun ég fá í hendurnar splunkunýtt skothelt "kött-plan" frá einum sem ætlar að sjá um mig í köttinu, ef svo má að orði komast. Er ótrúlega spennt fyrir þessu öllu saman, og gengur bara ótrúlega vel hjá mér, þó ég segi sjálf frá :D Er að standa mig!

Ég keypti mér námskeið í Pole-fitness á 3500 kall á hópkaup....ekki slæmt tilboð það! Svo fór ég í prufutíma í gær í Fitness-boxi, þeir eru með fríviku núna hjá sér og VÁ hvað það var mikil snilld. Þetta er svo klárlega eitthvað fyrir mig. Er alveg að íhuga það að kaupa mér kort hjá þeim í næsta mánuði, þá má maður mæta á eins margar æfingar og maður vill. Þetta eru mikil átök og mikil brennsla, og bara geðveikt skemmtilegt :) maður er fljótur að fá leið á þessari hefðbundnu brennslu, fínt að fara í eitthvað svona með.

En jæja, best að klára vinnudaginn svo maður komist sem fyrst í helgarfríið ljúfa.
Eigið góða helgi öll sem lesið :)

No comments: