Pages

Monday, January 9, 2012

Fyrsti dagur á nýju prógrammi

Jæja, þá er fyrsta deginum á nýja fína prógramminu mínu að ljúka. Búin að fara eftir því mjög samviskusamlega, en þetta er alveg heljarinnar prógram. Miklu meira prótein en ég er vön að borða og minna af kolvetnum, en samt einhvernveginn mikið meira magn af mat. Var bara alltaf að borða eiginlega og var svo geðveikt södd bara allan daginn. Hélt ég myndi springa eftir hádegismatinn sko hehe. En það eru allavega ekki miklar líkur á svindli þegar maður er svona saddur alltaf, svo þetta er alveg skothelt!! Ekki að ég ætli mér að svindla, alls ekki!! Það eru 19 vikur í mótið núna og ég ætla að taka þetta með trompi. Verð bara spennt við tilhugsunina. En já, aftur að matarplaninu, þetta eru tveir matardagar, annar með meira af kolvetnum en hinn og ég tek þá til skiptis núna í janúar. Svo breytist þetta eftir 4 vikur. Á laugardögum á ég svo að éta eins og mófó! hehehe það verður gaman :)

Æfingaprógrammið er líka mjög skemmtilegt, er búin að taka 2 daga af því. Fætur í gær og svo brjóst og þríhöfða í dag. Átti til dæmis að taka dýfur með eigin þyngd áðan og jiiii ég skammaðist mín bara að vera að gera þetta fyrir framan fólk, ég er svo hrikalega léleg í þessari æfingu að það bara nær engri átt. Ég gat gert 3 stk!! Það er náttúrulega ekki hægt.....heheheh (og við erum að tala um það að þessi 3 stk voru ekki einu sinni alveg 90 gráðu dýfur). Þetta verð ég klárlega að laga!! En í janúar er aðaláherslan í æfingaprógramminu á fætur og rass, er sem sagt með 2 hrikalega fótadaga í viku, en ég kvarta nú ekki undan því, finnst alltaf lang skemmtilegast að taka fætur (og axlir).

Held að málið núna sé að skella einhverjum góðum þætti í gang og hvíla sig eftir frekar krefjandi dag :)

No comments: