Friday, December 30, 2011

Sjálfsmyndir

OMG ég er svo mikið nörd! hehehe Heima á föstudagskvöldi að taka sjálfsmyndir......en svona er þetta. Nennti bara ómögulega út í þennan snjó og svona, ákvað að hafa það bara kósý heima fyrir í staðinn. En ég ákað að kveðja gamla árið með stæl!! Það er með myndum af "gömlu" mér. Þessar myndir eru reyndar bara teknar rétt áðan, en á nýja árinu þá verður þetta gamla ég. Mér finnst ég sjá mikinn mun á sjálfri mér bara á þessum tveimur vikum síðan ég byrjaði svona fyrir alvöru að stefna að þessu markmiði. En ég er búin að vera allt árið að einbeita mér að því að stækka axlir, bæði að framan og aftan og reyna að láta vaxa á mér vængi hehehe. Það hefur bara tekist ágætlega held ég, miðað við að ég var að gera það bara svona að hálfum hug. En ég er með rosalegar bak og axlaræfingar í prógramminu sem ég er á núna svo það rætist vonandi meira úr því. Það er samt klárlega miðjusvæðið sem er mitt helsta "vandamál" ef svo mætti að orði komast. Þó ég hafi náð að losa mig við mörg kíló og orðið jafn  létt og fjöður og gert kviðæfingar af ýmsum toga, þá hef ég aldrei verið "köttuð" þar. Það þarf klárlega að breytast!! Þetta er allt í vinnslu. En já, svona lít ég allavega út 20 vikum fyrir mót! ;)   og já ég veit að bakmyndin er skrítin, frekar erfitt að taka sjálfsmynd af bakinu á sér....


No comments: