Monday, December 12, 2011

I´m back

Þá er desember að verða hálfnaður og ég er ekki enn búin að versla eina einustu jólagjöf! Er samt ekkert stressuð yfir því, ætla bara að skrifa niður lista og fara um helgina og versla allt og pakka inn. Ljúka þessu öllu á einum degi bara. Ég hugsa að ég skrifi engin jólakort í ár, frekar en síðustu ár, maður sendir bara orðið jólakveðjur á facebook og lætur það duga. Það er ekkert varið í að senda út jólakort nema vera með einhver flott kort með mynd tekna á ljósmyndastofu og sá pakki....ég hef ekki efni á því alveg strax. Kannski næstu jól :)

Annars er ég búin að vera ótrúlega dugleg í ræktinni og mataræðinu uppá síðkastið og líka búin að ná rosalega góðum árangri á stuttum tíma.....og það er bara ekki búið að vera neitt erfitt!! 4 kg og 3% fita farin á einhverjum 3 vikum eða svo....algjör snilld. Hef verið að velta fyrir mér að keppa í fitnessinu á næsta ári, þá í fitness-flokk en ekki módel-fitness, en vill ekki vera að plana það of mikið eða einblína of mikið á það. Frekar að sjá hvernig gengur....hitt hefur ekki verið að virka fyrir mig áður. Það er sagt að allt sé þegar þrennt er....vona að það eigi við um þetta hjá mér. Mig langar svo að ná þessum árangri, og ég veit ég get það, en mér hefur samt alltaf einhvernveginn tekist að skemma það fyrir sjálfri mér. En ekki núna! :)

No comments: