Friday, October 1, 2010

Moment of truth.....

Þá er fimmtu vikunni í köttinu að ljúka. Aðeins 7 vikur til stefnu - eða nánar tiltekið 48 dagar. Er að verða soldið stressuð. Mér finnst bara eins og þetta sé nýbyrjað allt saman, en þetta er alveg að verða hálfnað, niðurskurðartímabilið sem sagt. Fer í mælingu á morgun og vona svo innilega að það komi eitthvað gott út úr henni. Þarf alveg á því að halda núna. Búin að vera mega mega dugleg í þessari viku, bæði í mataræði og æfingum, þannig að ef það gerist ennþá jafn lítið og síðustu 2 vikur, þá bara veit ég ekki hvað ég á að gera. Fer að renna út á tíma hérna......

Svo er nammidagur á morgun, ætla að skella mér í bakarí og kaupa mér smá gotterí þar í hádegismatinn. Svo ætlum við Edda og Rannveig út að borða um kvöldið á Serrano eða Núðluhúsinu og skella okkur í bíó á "Dinner with the Smucks". Hlakka til :) Fæ ekki að gera neitt annað skemmtilegt um helgina þar sem ég þarf að læra eins og brjálæðingur. Á að skila verkefni á mánudaginn, próf á þriðjudaginn og flytja svo fyrirlestra bæði 13. okt og 18. okt þannigað það er nóg að gera!!! Pís át :)

No comments: