Friday, September 10, 2010

Vika 2 að klárast

Þá er enn og aftur komið föstudagskvöld og svindldagurinn á morgun. Þetta er ekkert smá fljótt að líða, núna eru 10 vikur í mót. Það fara allskyns sögur af því hvernig þetta mót muni fara fram. Sumir segja að þetta verði bara eins og alltaf, haldið á laugardeginum og allir sem skrá sig fá að keppa. Aðrir segja að það verði undankeppni á föstudagskvöldinu og þar verði valdir einhverjir örfáir sem fá að keppa á aðalmótinu á laugardeginum. Þetta hlýtur allt að koma í ljós sem fyrst. Ég vona nú að allir fái að keppa, þar sem fólk hefur lagt á sig mikla vinnu, tíma, fyrirhöfn og peninga til að geta tekið þátt. Eins með þetta módelfitness, það eru alltaf langflestir keppendurnir í þeim flokk og ég held að flestir sem komi að horfa á þessar keppnir séu að koma til að sjá þess að horfa á það, og það er bara ekki eins skemmtilegt ef það eru bara 5 stelpur á sviðinu. Það er allavega búið að tilkynna það að módelfitnessinu verði aldursskipt, 21 árs og yngri verða sem sagt sér. Mér líst bara vel á það, en ég vona að þessu verði svo líka hæðarskipt eins og var síðast. Ég er bara 161 á hæð og það er rosalega erfitt að bera það litla manneskju saman við aðra sem er kannski 175.....rosalegur munur á því. Ég bíð bara spennt eftir að sjá hvernig þetta verður.

Á morgun er vigtun og ummálsmælingar hjá mér.....ég vona að það eigi eftir að ganga vel. Ég mun láta ykkur vita hvernig það fer. Ég er allavega farin að sjá smá mun á mér, þá aðallega á maganum og öxlunum.... Er alveg búin að hugsa um það nokkrum sinnum að læðast í málbandið til að tékka......en neinei....ekki fyrr en á morgun!! Ég óska ykkur bara gleðilegan nammidags - gangið hægt um gleðinnar dyr :)

2 comments:

Anonymous said...

múhahhaha las "farin að sjá mun á maganum og öklunum" he heeh, ég er rosa spennt að sjá hvernig mælingin kemur út hjá þér:)sérstaklega þar sem mér finnst ekkert vera gerast hjá mér:(

Kv.Solla

Rósa said...

hahhah já Solla, nú er ég með ökkla en ekki kökkla hahahha :)