Wednesday, September 8, 2010

Aloha

Jæja þá er vika 2 í niðurskurðinum hálfnuð. Þessi vika er búin að ganga rosalega vel. Ekkert búin að svindla neitt og búin að þamba vatn eins og enginn sé morgundagurinn. Fer reyndar að pissa svona 3x á hverjum klukkutíma, en það er bara gaman....... Verð að drekka meira vatn því ég á það til að safna vatni og fá bjúg og svo er húðin á mér eitthvað svo þykk og brengluð, erum að athuga hvort að það geti ekki lagast ef ég drekk bara alveg fullt fullt af vatni. I hope so!! :)

Ég verð reyndar að viðurkenna að sunnudagurinn var mjög erfiður. Þá var ég að jafna mig eftir svindldaginn. Vá hvað mig langaði í allt bara, átti erfitt með mig. En svo varð þetta ekkert mál á mánudaginn þegar rútínan byrjaði aftur. Kannski ég ætti að finna mér vinnu á sunnudögum í vetur svo þetta verði ekkert mál hehhehe.

Við tókum svo killer fótaæfingu í Sporthúsinu í gær: ég, Edda og Solla, og það var bara alveg yndislegt. Erum allar með alveg margfaldar harðsperrur, mætti halda að við hefðum ekkert verið að æfa neitt....en jújú, við vorum bara að taka nýtt prógram. Svo gaman að byrja á nýju prógrammi, þá mæta harðsperrurnar aftur á svæðið. Og það er fátt skemmtilegra en að finna fyrir því að maður hafi tekið á því eins og maður!!! Svo skelltum við Solla okkur seinnipartinn í Tabata tíma, ég hef farið í marga Tabata tíma og alltaf fundist þeir frábærir, en þessi var frábær margfaldað með þúsund!!! Nýr salur, nýjar æfingar og meiri fjölbreytni. Eraðfílaða......

Í dag tókum við axlir og kviðæfingar og svo er ég á leiðinni í Þrek Extreme á eftir, sem er svona þrekhringur bara. Ætla að taka æfingar með þessum hætti 3-4 sinnum í viku- þar sem ég æfi 2x á dag, annars ætla ég að halda mig við bara eina æfingu á dag, allavega þangað til að nær dregur. Og ég ætla að forðast brennslutækin eins og heitan eldinn, fékk svo mikið ógeð á þeim í síðasta niðurskurði að það er bara ekki fyndið. Ætla að fá mína brennslu bara í gegnum mataræðið og hópatíma þar sem er líf og fjör, ekki með því að hamast á stigvél í 60 mín, æl......


Svona leit ég út á síðasta móti. Á næsta móti ætla ég að verða ennþá meira awesome!!!


2 comments:

Anonymous said...

Snilldar síða skvís, verður mega mega flott í nóv;)

Kv.Solla

Anonymous said...

Gaman að geta fylgst með :)
kv. Sigurlaug Rúna