Friday, August 27, 2010

I´m alive !

Ég get nú ekki annað en beðist afsökunar á blogg-leysi mínu síðustu vikuna, en ég var í sumarfríi og fékk svona líka bongó blíðu allan tímann. Ákvað því að vera ekkert að stressa mig á þessu. En á mánudaginn byrja nýjir tímar hjá mér og ég er ekkert lítið spennt. Í fyrsta lagi þá er skólinn að byrja. Ég er að fara að setjast aftur á skólabekk eftir árspásu, nánar tiltekið í meistaranámi í Lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er niðurskurðartímabilið að byrja á mánudaginn, 12 vikur í mótið. Ég ætla að taka aftur þátt í módel-fitnessinu sem verður 19.-20. nóvember. Ég er búin að fá mér "fitness ráðgjafa" sem segir mér algjörlega hvað ég á að borða og hvernig ég á að æfa þannig að það verður ekkert í boði að svindla eða gefast upp.

Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu og halda hérna nokkurs konar dagbók um "köttið" fyrir þá sem eru forvitnir um hvernig þetta virkar allt saman. Ekki vera feimin heldur við að kommenta og bara spurja ef það er eitthvað sem þið viljið fræðast meira um. Mér finnst leiðinlegt hvað margir eru með fordóma gagnvart fitnessinu og halda að maður sé að svelta sig og eitthvað þannig, því það er svo alls ekki svoleiðis. Maður er nánast alltaf borðandi, málið er bara að borða réttu fæðuna :) Verð bara spennt að tala um þetta. Þannig að ég ætla að njóta nammidagsins á morgun áður en geðveikin tekur við.

Góða helgi :)

No comments: