Pages

Monday, July 12, 2010

Bachelorette og skóli

Ég er að fara að setjast aftur á skólabekk í haust!!! Ég fékk inngöngu í HÍ í nám í Lýðheilsufræðum. Ég sótti um ca 2 mánuðum eftir að umsóknafresturinn rann út (vegna þess að ég sótti fyrst um í HR en þeir ákváðu að fella niður þessa deild vegna niðurskurðar) þannig að ég verð að byrja á að taka diplómagráðu sem er 30 einingar. Ég ætla að taka þær bara allar á einni önn og ef ég næ fyrstu einkunn í því námi þá get ég byrjað í meistaranáminu strax eftir áramót :) BIG like á það. Þannig að það lítur allt út fyrir að ég sé bara að fara að hætta að vinna á NordicaSpa og vera meistaranemi í staðinn!! Loooov it :)

Eins gaman og það hefur verið að vinna á Nordica þá er ég soldið fegin að vera að fara þaðan. Mikið af breytingum búnar að standa yfir eftir að fyrirtækið varð gjaldþrota og hótelið tekið við rekstrinum......margir af gömlu starfsmönnunum hættir og mórallinn er bara ekki sá sami. Ég sem hlakkaði alltaf svo til að mæta í vinnuna á morgnanna því maður hló stundum heilu vaktirnar með öllu skemmtilega fólkinu sem var þarna. Núna stendur maður vaktina alltaf einn og hangir í tölvunni að deyja úr leiðndum!! Ekki sami vinnustaðurinn if you ask me :/


Annars er ég að horfa á Bachelorette þessa dagana. Ég er nú alveg pínulítið sammála henni Ali í vali hennar á karlmönnum, sérstaklega með Frank og Roberto, þær eru báðir algört æði!! En stundum skil ég bara ekki hvað hún er að spá......að halda Kasey og senda Jesse heim.....hvað var málið með það??? Ég trúi ekki öðru en að það hafi verið eitthvað plot ákveðið af framleiðendum þáttana, þar sem ég trúi ekki fyrir mitt litla líf að hún hafi nokkurn tíma haft áhuga á þessum Kasey gæja - jeddúdda sko!!! En það er extra gaman fyrir mig að horfa á þessa seríu vegna þess að þau komu öll til Íslands og voru á Hilton hótelinu og strákarnir voru daglegir gestir í gymmið á meðan. Ótrúlega indælir strákar, Ty, Roberto og Kirk voru hérna á hverjum degi og voru ekkert nema kurteisir og að sjálsögðu þvílíkt heitir!!! ;) Chris, sem stjórnar þáttunum var líka mjög duglegur að mæta í gymmið og gerði "kellingaæfingar" í sirka klukkutíma......ég ætlaði nú ekki að þekkja hann fyrst, sá að ég kannaðist eitthvað við hann, en var ekki að kveikja. Mikið myndarlegri og grennri í persónu heldur en nokkurn tíma í þáttunum. Bíð núna spennt eftir næsta þætti......vúhú :) Ég held sko með Roberto!!!


No comments: