Pages

Sunday, January 24, 2010

Tilraun númer trilljón

Þá er ég enn og aftur mætt á svæðið í nýju og betrum bættu útliti - að þessu sinni ætla ég ekki að bera á borð nein loforð um að ég ætli að blogga hér á hverjum degi, tíminn mun leiða í ljós hversu dugleg ég verð að skrifa hér inn.

En það sem nýjast er í fréttum er að ég ætla ekki að taka aftur þátt í fitness (að sinni), heldur ætla ég að taka þátt í Líkami fyrir lífið áskoruninni og halda áfram í kraftlyftingunum meðfram því. Aðalástæðan fyrir þessu vali mínu er sú að lendi maður í verðlanasæti í fitnessinu þá fær maður eitt skitið páskaegg í verðlaun, en ef maður lendir í verðlaunasæti í LFL þá fær maður verðlaun að verðmæti 200 til 400 þúsund krónur. Og þeir sem lenda í verðlaunasætum í fitnessinu mega skv reglum LFL ekki taka við verðlaunum hjá þeim, þar af leiðandi varð ég að velja á milli. Valið var ekki flókið......hvort vil ég páskaegg eða 400.000 kr?????

Þannig að ef þið sjáið mig borða eitthvað annað en próteinsjeika, eggjahvítur og kjúklingabringur þá er ykkur óhætt að anda rólega, ég er ekki að svindla!!!

No comments: