Tuesday, January 26, 2010

Bissí Missí

Mér líður alltaf langbest þegar ég hef nóg að gera. Þá er ég bara einhvernveginn alltaf í góðu skapi. Kannski það hafi eitthvað með það að gera að ég sé í tvíburamerkinu og þar af leiðandi mikil félagsvera (þó svo að mér finnist voða gott að vera lóner á kvöldin yfir tv). Ef ég er aðgerðalaus of lengi þá verð ég alveg skuggalega löt, fæ gjarnan hausverk og bara einhvernveginn fer að líða frekar illa. En dagurinn í dag var alveg æðislegur. Ég var farin út klukkar korter í 6 í morgun og kom ekki heim fyrr en klukkan korter í 8 um kvöldið. Það gerir alveg heila 14 klst útiveru. Ég var að vinna bæði á Nordica og í Sporthúsinu, tók æfingu bæði á Nordica og í Sporthúsinu og kíkti aðeins í Smáralindina með litlu minni að versla afmælisgjöf fyrir bekkjarbróður hennar. Núna sit ég í mestu makindum fyrir framan tölvuna og háma í mig fiskibollur og kartöflur, namminamm......svo verður bara næserí í kvöld að glápa á Entourage áður en ég leggst út af og safna orku fyrir næsta bissí dag.

No comments: