Pages

Wednesday, May 14, 2008

Löng helgi

Vá hvað það var meiriháttar að fá svona langa helgi. Stakk af í bæinn á föstudeginum ásamt Elínu minni þar sem við þurftum að fara að skoða 2 íbúðir til að leigja. Önnur íbúðin var í Norðlingaholtinu, hún er svo ný að hún er ekki einu sinni tilbúin. Íbúðin sjálf var rosa fín en grunnskólinn var í einhverju messi. Einhverjar framkvæmdir þar sem verða alveg til árið 2010. Leist ekki nógu vel á það. Þá skoðuðum við íbúð á Sæbólsbrautinni í Kópavoginum. Rosa flott íbúð með risa geymslu og merktu bílastæði og svona. En hins vegar er hún á þriðju hæð (engin lyfta) og það er bara leiðinlegt í flutningum og grunnskólinn er ekki eins nálægt eins og ég myndi vilja hafa hann. En íbúðin sjálf og hverfið er alveg meiriháttar. Útsýni yfir Perluna og leikvöllur í garðinum og svona. Þarf að gefa konunni svar í kvöld, af eða á. Henni leist svo vel á okkur að hún gaf okkur smá umhugsunarfrest til að ákveða. Eins og staðan er núna mun ég gefa henni já í kvöld. Þá myndi Elín hefja skólavist í 2. bekk í Kópavogsskóla næsta haust.......Spennandi......

Það sem eftir var helgarinnar eyddum við í nokurskonar höll í Fossvoginum. Þar var Magga vinkona að passa 3 börn á meðan foreldarar þeirra dvelja erlendis. Þetta er fjölskylda sem á nóg af peningum sko, það eru ekki allir foreldrar sem leyfa 7 ára börnum sínum að panta sér nautasteikina á American Style...... Onei.

Á laugardeginum skruppum við í smá rúnt að Gullfoss og Geysi. Elín hafði aldrei komið þangað áður og var því voða spennt. Sjálf hef ég ekki farið þarna í nokkur ár þannig að þetta var gaman. Hér eru nokkrar myndir:



No comments: