Thursday, May 15, 2008

Nenni ekki að læra

Í fyrramálið er lokapróf í fyrstu sumarlotunni minni, Process and operation management. Get ekki sagt að ég sé spennt. Enn sem komið er þá er ég búin að lesa sirka 5 bls í kennslubókinni og 6 glærur. Kæruleysið er gjörsamlega að drepa mann. Ég skrapp bara í bæinn í gærkveldi að skoða íbúð og kom svo við hjá mömmu og pabba í leiðinni og svona. Voða næs. Er bara engann veginn að nenna þessum skóla lengur. Verst að helvítis skatturinn er svo næsta sumarlota, sem verður soldið þungur áfangi að ég held. Það gæti reynst frekar erfitt þegar maður er latur. En þegar hann er búinn þá á ég mig bara sjálf. Eða þannig séð. Þá taka bara við ritgerðaskrifin. Það má hljóma skrítið, en ég hlakka óneitanlega til að klára þessa áfanga og að geta farið að einbeita mér að skrifunum. Það er bara svo rosalega óþægilegt að hafa þetta allt hangandi yfir sér svona í lausu lofti.

En ég sagði sem sagt JÁ við konuna með íbúðina á Sæbólsbrautinni í Kópavoginum og fæ hana afhenta 1. júlí !!!! Jibbí. Það verður ljúft að komast í bæinn. Núna vantar mig bara húsgögn.......

Um helgina ætlum ég og Magga að halda lítið teiti til að halda uppá ýmislegt. Hún búin í prófum, ég búin í prófi, ég búin að fá íbúð og ég á bráðum afmæli. Ég verð náttla ekki á landinu á afmælinu mínu þannig að það er alveg tilvalið að halda uppá það þarna í leiðinni. Ætlum nú ekkert að bjóða neitt rosalega mörgum þar sem þetta á meira bara að vera svona lítið kósý teiti, meira bara svona afsökun fyrir okkur til að fara aðeins á tjúttið.......

Í dag er svo akkúrat vika í París......búin að panta í Disney World og búin að panta einhverja miða í Hopp on Hopp off túra í tveggja hæða strætóum.....vííííí

Jæja, held ég ætti að tala minna og læra meira akkúrat núna....

2 comments:

Anonymous said...

úff til hamingju með þetta allt saman, allt að koma hjá þér bara, svo er bara að slappa af.. bestu kveðjur Rannveig

Anonymous said...

úff til hamingju með þetta allt saman, allt að koma hjá þér bara, svo er bara að slappa af.. bestu kveðjur Rannveig