Lítið búið að gerast á síðunni minni hérna síðustu daga. Var svo ótrúlega dugleg að blogga þarna í nokkra daga að það hlaut að koma að því að ég nennti því ekki lengur. En núna ætla ég að reyna að bæta upp fyrir það.
Á mánudaginn byrjuðum við í fyrstu sumarlotunni: Process and operation management, sem er kennt á ensku. Erum nú þegar búin að skila tveimur verkefnum í þessu fagi og eigum að skila því þriðja næsta mánudag. Sumarloturnar virka þannig að við erum í sama faginu í 3 vikur í einu og tökum lokapróf í enda þriðju vikunnar, og byrjum svo í öðru fagi í næstu viku. Ég þarf bara að taka tvær sumarlotur, þessa og þá næstu sem er Skattskil. Eftir það þá get ég farið að einbeita mér að BS skrifunum mínum. Ætla að fara á laugardaginn á Þjóðarbókhlöðuna og byrja að safna að mér heimildum, til þess að geta gert rannsóknaráætlunina sem ég á að skila 6. maí. Mikið rosalega er gaman að vera loksins að sjá fyrir endann á þessu námi.
Planið mitt varðandi framhaldið er aðeins búið að breytast. Ég ætla að reyna að finna mér leiguíbúð á viðráðanlegu verði á höfuðborgarsvæðinu og vinnu líka að sjálfsögðu og taka einkaþjálfarann í Íþrótta Akademíunni með. Það er sem sagt nýtt hjá þeim að bjóða uppá þetta nám án þess að mæta til Keflavíkur í tímana sjálfa og ég ætla að notfæra mér það. Þá þarf ég bara að mæta til Keflavíkur annan hvern laugardag og það er nú ekkert mál. En ég held að maður verði að fara að drífa í því að finna sér íbúð og vinnu, svo ég viti í hvaða hverfi ég á að sækja um skóla fyrir Elínu og svona.
Í dag er frí í skólanum og því leyfði ég mér bara að sofa aðeins út og fór svo bara í ræktina í rólegheitunum og svona. Fer svo að fara að drífa mig uppá Skaga að hitta Elínu mína. Seinni partinn í dag ætlum við Rannveig svo að fara í skógræktina og skokka aðeins. Svo er stefnan tekin á bæinn á morgun þegar Elín er farin til pabba síns. Þar ætla ég að vera alla helgina hjá Möggu og leika mér. Já fyrir utan Þjóðarbókhlöðuna, það telst víst ekki sem leikur. Erum að fara að halda uppá afmælið hennar Beggu á laugardeginum með dinner á Caruso og svo kokteilkvöld í framhaldinu. Jibbí.
4 comments:
þú þarft greinilega að taka mig í svona skokkkennslu.. en þetta fer vonandi að koma, alltaf gaman að hitta þig... kveðja Rannveig
Það er eins gott fyrir þig að Begga fari eki að lesa þetta blogg hjá þér :) þetta á að vera óvænt :) en það verður geggjað stuð
Kveðja Magga
hahha mig langar að vita hvort Begga hafi lesið þetta og planið farið heheh en vonandi var gaman hjá ykkur skvísunum :)
kv, Zanný
Hehheh Begga las ekki bloggið þannig að ég eyðilagði ekki söpræsið. Þar hafiði það.
Í framtíðinni óska ég þess að fólk láti mig vita um það sem á að vera óvænt svo ég auglýsi það ekki á síðunni minni....heheh. Ég meina ég sagði ekki frá kajakinum....sem ég hélt að væri það eina sem átti að vera óvænt......
Post a Comment