Tuesday, May 6, 2008

Hitt og þetta....aðallega ekkert samt

Vá hvað ég er búin að vera ótrúlega löt síðustu daga. Dæs. Hef varla drattast á fætur fyrir hádegi, sem þýðir að ég er ekki búin að vera dugleg að mæta í fyrirlestrana í skólanum. En ég held samt að ég sé ekki að missa af miklu, því í þeim sem ég hef farið í þá hefur kallinn nú bara verið að lesa upp af glærunum. Ég er fljótari að lesa þær sjálf heima hjá mér heldur en að hlusta á hann gera það. Svo eru verkefnatímarnir alveg stórfurðulegir. Við eigum bara að sitja þarna og vinna í okkar verkefnum. Þá kýs ég nú frekar að gera það heima hjá mér líka. En við erum víst skyldug til að mæta í verkefnatímana, og þess vegna mætum við og sitjum þar og spjöllum saman um heima og geima. Líf og fjör í háskóla krakkar mínir. Þetta ætti náttúrulega að vera þannig að í verkefnatímunum eigum við að fá betri innsýn í námsefnið og fara nánar út í það efni sem farið var yfir í fyrirlestri morgunsins með dæmum eða eitthvað þannig. Ekki bara sitja og gera eitthvað. Finnst þetta frekar asnalegt allt saman. En hvað um það......

Ég fór í ræktina áðan og ég finn alveg núna hvað mig er farið að verkja í allan kroppinn. Fór fyrst á hlaupabrettið og hljóp í 40 mínútur. Svo fór ég niður og tók þríhöfðann. Eftir það hefði ég venjulega verið búin. En neeeiii, það var nebbla spinning tími, þannig að ég skellti mér í hann. Ég var sem sé í ræktinni í um 2 og hálfan tíma. Gæti trúað að ég fái harðsperrur á næstu dögum. En mikið rosalega líður manni samt vel eftir svona workout....algerlega þess virði.

Svo var fundur hjá útskriftarfélaginu áðan. Ákváðum alveg fullt af fjáröflunardóti fyrir sumarið svo allir nái að safna sér pening fyrir Mexico ferðinni. Ætlum að vera með sumarbingó, ball, kökubasar, flóamarkað og fleira og fleira.

Er búin að vera að skoða íbúðir til þess að leigja á höfuðborgasvæðinu, þar sem það styttist óðum í að maður flytji héðan úr sveitinni. Finnst líklegt að ég endi annaðhvort í Hafnafirðinum eða í Kópavoginum og ég ætla að reyna að skoða eins margar íbúðir og ég get næstu helgi. Þá get ég bara tekið ákvörðun í næstu viku og skrifað undir samning og málið dautt. Ég var nebbla að frétta í dag að umsóknafrestur í grunnskólanna er runninn út, þannig að ég verð nú að drífa mig að sækja um fyrir Elínu. En ég get það náttúrulega ekki fyrr en ég veit hvar við ætlum að búa. Efast um að henni verði meinuð skólavist þó ég sæki um aðeins seinna, þar sem þetta er víst skylda..... Verður rosa fínt þegar allt þetta er komið á hreint.

Þá verður ekkert eftir nema að fá vinnu........og einhvernveginn grunar mig að það verði erfiðast af öllu.........

1 comment:

Anonymous said...

Þetta reddast allt :)
Kveðja Magga