Pages

Friday, May 30, 2008

Jafnrétti??

Það er einhver ráðstefna hérna á Bifröst núna og lánaði ég íbúðina mína í eina nótt. Ég gisti bara heima hjá Zanný á meðan einhver kona sem ég veit ekkert hvað heitir, né hvernig lítur út, gisti heima hjá mér. Þetta er einhver svona kvenrembu ráðstefna, um mátt kvenna í atvinnulífinu og eitthvað þess háttar. Finnst svo magnað að það sé allt í lagi að halda ráðstefnu undir nafninu "Máttur kvenna". Getið rétt ímyndað ykkur hvað allt yrði brjálað ef haldin yrði ráðstefna með tiltilinum: "Máttur karla".

Eins og allir vita var alveg svakalegur jarðskjálfti á Suðurlandinu í gær og fann ég fyrir honum alla leið hingað í Norðurárdalinn. Var akkúrat í andyrinu á ræktinni á leiðinni þaðan út og finn þennan svaka hristing. Spes. Mér finnst jarðskjálftar magnað fyrirbæri. Hvernig gerist þetta og af hverju? Næst á dagskrá er að fara að lesa mig aðeins til um það. Reyndar eru þær afleiðingar sem svona jarðskjálftar geta haft í för með sér ekki alveg jafn spennandi eins og orsök þeirra. Foreldrar Möggu vinkonu búa í Hveró og eyðilagðist allt innbú þeirra. Rosalega sorglegt. En sem betur fer sluppu allir heilir á húfi, meira að segja litli hundurinn... Maður getur ekki ímyndað sér að lenda í þessum aðstæðum, að eiga bara allt í einu ekki neitt.

Annars er helgin að mestu óráðin hjá mér. Ætla að vera eitthvað í bænum samt, verð nauðsynlega að komast héðan í burtu, en þar sem Magga hefur aðra hluti til að hugsa um þá veit ég ekki alveg hvar ég á að lúlla. En það kemur í ljós. Ég og Ásta vinkona ætlum að kíkja í bíó á morgun og á opnun nýju Intersport búðarinnar þar sem líkamrsæktastöðvarnar ætla að etja kappi hvor við aðra í einhverskonar þrautum. Spennó.

1 comment:

Anonymous said...

kvitt kvitt, veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja í comment hér :) nema já þetta er mjög sorglegt þegar fólk er að missa allt sitt í hamförunum. Ég missti af þessum skjálft eins og árið 2000
svo ég hef ekki upplifað þetta, verð bara að fara í jarðskjálta hermirinn í Hveragerði :)

kv, Zanný