Wednesday, March 19, 2008

James Blunt

Þó svo að íslenska krónan sé að fara til fjandans, kreppuástand sé í augsýn og verðlag orðið það hátt að pólverjar Íslandsins eru farnir að setjast niður fyrir framan verslanir með harmónikkuna sína til þess eins að sníkja af okkur pening......þá er samt örlítill vonarneisti í nánd. Enginn annar en sjálfur snillingurinn JAMES BLUNT er væntanlegur til landsins þann 12. júní á þessu ári. Pant fara, ég segi ekki annað. Það er klárlega hægt að gleyma öllum áhyggjum heimsins með því að hlusta á þennan mann syngja. Vá hvað þetta er mikil snilld. Keypti mér einmitt tónleika DVD disk með honum útí Prag sem ég er búin að horfa á nokkrum sinnum síðan ég kom heim. Æði.

Þá er bara að hafa augun opin um miðasöluna og vona að það kosti ekki of mikið af íslenskum krónum að fara........

2 comments:

Anonymous said...

Má ég koma með :)

Kveðja Magga

Steinunn said...

Pant koma með líka..hafði ekki hugmynd um hann væri væntanlegur :) Og já heyrðu ég er að spá í að tékka hvort ég geti ekki bara borgað í Ungverskum forintum..viss um að það er hægt :p

Sorry hvað ég er annars búin að vera ódugleg í blogginu ..en núna er komin ný færsla hjá mér og ég skal halda áfram að kommenta hjá þér eins og ég hafi ekkert annað fyrir stafni hehe =)

Sé þig nú annars eftir bara svona hálftíma í mat :)