Friday, March 21, 2008

París

Í öllu þessu fjáröflunarveseni fyrir Mexico útsktiftar-ferðina, þá gleymi ég því stundum að ég sé að fara til Parísar á undan. Það eru sem sagt "aðeins" 2 mánuðir í að ég og prinsessan mín förum þangað yfir helgi, bara við tvær, og höldum uppá afmælið mitt í Disney World. Steinunn er búin að fara þangað og er búin að mæla með staðsetningu á hóteli fyrir okkur og láta mig fá svona pocket book svo ég viti nú hvaða helstu staði maður þarf að skoða og hvernig sé best að komast þangað. Maður fer náttla á þessa helstu staði; Effel turninn, Louvre safnið, Notre dame kirkjuna og einhverja fleiri ef auka tími gefst. Býst við að eyða alveg heilum degi í Disney þannig að þá höfum við bara 2 daga til að skoða aðra hluti. Endilega komið með uppástungur ef þið vitið um eitthvað annað í París sem er alveg "must see".

Annars er ég bara á fullu í prófalestri uppá Bif núna. Prinsessan er hjá pabba sínum fram á páskadag þannig að ég ætla að nýta tímann þangað til og læra og ræktast eins og enginn sé morgundagurinn.

Svo erum við ekki ennþá búin að ákveða missó-efni. Eigum að skila rannsóknarskýrslunni á miðvikudaginn þannig að það stefnir allt í að þetta verði algjörlega á last minute. Ekki í fyrsta skiptið svo sem. En það eru nokkrar hugmyndir komnar og svona svo ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta reddast á endanum, eins og alltaf.

Steinunn er að koma til mín núna og við ætlum að elda okkur Doritos - kjúklingarétt.....namminamm.....

1 comment:

majae said...

úú paris. finnst þú nokkuð bjartsýn að ætla að vera minna en heilan dag frá 8-8 að skoða louvre því þetta er svooooo stórt og enn bjartsýnni með barn í för (lenti í sama með erfingjan minn) Mæli með að taka kerru því hún á eftir að vilja það (og bækur og allt sem hún getur dundað sér við í kerrunni) En venus de milo verðuru að sjá - mona lisa pona lisa - það var fallegasta verkið án efa þarna inni.