Pages

Saturday, January 12, 2008

Lífið á Bifröst

Núna er lífið hérna á Bifröst algerlega búið að taka völdin. Það er lítið annað gert en að læra og fara í ræktina síðustu dagana. Sem er ástæðan fyrir því að ég er ekkert búin að vera að blogga. Reyndar er líka önnur ástæða fyrir því.....það virðist enginn vera að lesa bloggið mitt lengur og því hefur mér fundist það alveg óþarfi. Vona að fólk fari að kommenta aftur svo ég þurfi ekki að hætta að blogga. Ég nefnilega lofaði sjálfri mér því að um leið og ég væri farin að tala við sjálfa mig hérna þá myndi ég hætta þessu. Samt langar mig ekkert að hætta......En allavega, smá update frá síðustu dögum:

Fyrsti skóladagurinn var síðasta mánudag og fyrsta fagið var Stjórnunarbókhald. Að sjálfsögðu var skellt á okkur verkefni svona fyrsta daginn og það var sko meira en vægt sjokkið sem maður fékk við að sjá það. En eftir mikið púl þá tókst okkur að leysa það á endanum og skila í tæka tíð. Verður gaman (eða ekki) að sjá hvernig útkoman verður.

Næsta fag vikunnar var svo Hagnýt lögfræði. Finnst algerlega tilgangslaust að hafa þetta fag í grunnnáminu í viðskiptadeildinni. Þetta er fag sem á að vera í valinu, þannig að þeir sem tóku Inngang að lögfræði í Frumgreinadeildinni (t.d. ég) eða í framhaldsskóla (t.d. ég líka) þyrftu ekki að taka áfanga sem byggist upp á bókinni "Lög á Bók" í þriðja skiptið. Þessi bók er framhaldsskólabók og ætti alls ekki að vera kennd í háskólanámi. Fáránlegt. En það verður þó a.mk. einn áfangi í vor sem manni þarf ekki að kvíða, það er alveg ljóst. Fengum okkar annað verkefni sem var leyst með bundið fyrir augun, næstum því. Allt of auðvelt sko, vona að næstu verkefni verði aðeins meira krefjandi.

Á miðvikudögum eru svo ekki kenndir neinir áfangar, heldur förum við í 40 mínútna "spjall" við umsjónakennarana okkar. Mér finnst þetta túdora dæmi hálf tilgangslaust eitthvað, en við fáum samt sem áður eina einingu fyrir þetta þannig að auðvitað mætir maður.

Á fimmtudögum er ég svo í fagi sem heitir Stjórnun og Stefnumótun. Ég hef sterkan grun um að þetta verði skemmtilegasta fag vorannarinnar. Þrátt fyrir að Bjarni Jónsson sem gjörsamlega gróf okkur lifandi í fyrsta misserisverkefninu hér sé að kenna þetta. Held að viðfangsefnið sé bara það skemmtilegt að ekki einu sinni hann geti skyggt á það. Fyrsta verkefnið í þessum áfanga var mjög skemmtilegt. Við máttum velja okkur annað hvort Bakkavör eða Kaupþing og útskýra örstutt sögu fyrirtækjanna og velta fyrir okkur hvaða ákvarðanir stjórnenda fyrirækjanna hafa leitt til velgengni þeirra.

Á föstudögum er ég svo í Hagnýtri hagfræði og þar verður einblínt á einhverskonar auðlindahagfræði, sem fjallar um umhverfið og þess háttar skemmtilegheit. Get ekki sagt að ég sé spennt fyrir þessum áfanga, en vill samt ekki útiloka hann alveg strax, þar sem ég er ekki alveg með á hreinu um hvað þetta snýst. Fyrsta verkefnið er tvöfalt og verður sennilega mjög erfitt. Við eigum að rannsaka í hópum hvort að ávinningur af flugeldasölu sé meiri heldur en kostnaðurinn. Gæti verið skemmtilegt, kemur allt í ljós. Fáum langan frest á þetta verkefni þar sem það er tvöfalt, þannig að við byrjum ekki að spá í því fyrr en eftir helgi.

Bless bless

6 comments:

Steinunn said...

Já þetta er soldið sjokk að byrja svona á 150% full speed í þessum skóla þegar mar er eila ekkert búin að gera síðustu mánuði nema chilla og skemmta sér...en samt alltaf gaman að vera komin á Bif aftur :) Í dag er svo síðasti dagurinn í viku 0 í prógramminu...vika 1 byrjar á moegun og þá verður ekkert svona upphitunarbull lengur..hihihi, get ready =)

Anonymous said...

verður maður ekki að setja komment svo þú haldir áfram að blogga :) verð að vera sammála þér með hagnýtu hagfræðina, hún er frekar eitthvað í lausu lofti en maður veðrur bara að vera opinn fyrir því og ekki ákveða að þetta verði "þreytandi" alltaf ;)

Anonymous said...

Já ég er nokkuð sammála þér, en ekki hætta að blogga lofa að vera dugleg að commenta :)
kv, Zanný

Anonymous said...

hehe jam ég skal líka lofa að vera duglegri að commenta :)

Anonymous said...

sorry þetta er Magga :)

Anonymous said...

Kvittkvitt...
Bannað að hætta að blogga...þá hef ég minna að gera í tímum eins og stjórnunarbókhaldi! :Þ