Sunday, November 11, 2007

Kutná Hora

Það er nú heldur betur skítaveðrið hérna í Prag. Rigning og rok allan daginn í gær og í dag líka. Mér líður bara eins og ég sé heima á Íslandi. Eins gott að þetta rok fari minnkandi á næstu dögum, nenni sko ekki að hafa svona veður þegar Elín Mist kemur hingað. Búin að lofa henni heilum degi í dýragarðinum og svona.

En hvað um það, í gær vaknaði ég eldsnemma til þess að fara í litla bæjarferð ásamt Mörtu, Kösju, Ösju, Alex og Max. Ferðinni var heitið til Kutná Hora, sem er lítill bær í 70 km fjarlægð frá Prag. Nema hvað, eftir um það bil 10 mínútna ferð í lestinni brá okkur heldur betur í brún, það var allt gjörsamlega orðið hvítt úti. Alveg eins og það hefði verið búið að snjóa alvöru jólasnjó í nokkra daga. Við krosslögðum fingur og vonuðum að þegar kæmi að okkar stoppistöð væri ekki snjókoma, því við vorum ekki alveg undir það búin. En að sjálfsögðu vorum við ekki svo heppin. Við fengum öll hálfgert menningarsjokk þegar við stigum út úr lestinni. Bærinn var alveg pínulítill og varla sála á ferð. Eitthvað allt annað en Prag, þar sem varla er hægt að fóta sig fyrir fólki. En við fundum þarna einhverja rútu sem fólk virtist vera að fara í, þannig að við ákváðum bara að skella okkur líka. Hugsuðum með okkur að þetta hlyti að vera rútan sem færi í miðbæinn, þar sem þetta var eina rútan á svæðinu (og varla hægt að fara mikið annað en í miðbæinn). Við giskuðum rétt, því eftir um það bil 15 mínútna akstur "lentum" við í miðbænum. Byrjuðum á lunch á mjög skrítnum veitingastað, sem átti ekki einu sinni til smjör ofan á brauð (???). Svo tók við um 3ja klukkutíma sightseeing túr um bæinn, þar sem við skoðuðum það helsta sem vert er að sjá í þessum annars ómerkilega bæ. Það merkilegasta sem við sáum fannst mér vera beinasafnið, eða hvað maður á nú að kalla það. Þar er búið að safna saman beinum úr sirka 40.000 manns (aðal fólks í gamla daga...) og búa til alls kyns skraut og listaverk úr þeim, meðal annars ljósakrónu. Mjög svo áhugavert. Tókum lestina til baka svo um 5 leytið, því við vorum öll orðin svo blaut í fæturna að það var ekki langt í kulnun. Án gríns. Vorum mjög fegin að sjá að snjókoman hafði ekki náð til Prag. Hjúkket. Kom heim, hljóp í heita sturtu og lagðist upp í rúm með sex and the city, heitt kakó, sæng og teppi. Kósý kósý.

2 comments:

Egill said...

Hehe, það hljómar eins og að það sé nú bara betra veður hérna heima en í þessum litla bæ :-)

Anonymous said...

Halló voðalega er langt síðan að jeg las síðuna þína, komið hellingur af bloggi og ALLTOF mikið af myndum hehe jeg og Elín Mist vorum að skoða þær áðan. En tönnin hennar Elínar heldur ennþá og vona jeg innilega fyrir ykkar hönd að hún haldi, en hún er nú pínu dugleg að fikta í henni hehe.....hún er hjá mér núna fór og náði í hana í dag, hún vildi sko koma til mín :D jeg er greinilega svona skemmtileg ;) en hafðu það gott knús frá klakanum Dröfn