Tuesday, October 9, 2007

I have internet !!

Þvílíkt vesen með internetið hérna.......þeir ætluðu bara ekki að fá það til að virka inní mínu herbergi. Eeeeen Czech, internet gæjinn okkar, gafst ekki upp og á endanum kom internet. Veeeeiiii!!!! Það er búið að vera mikið rugl á rafmagninu hérna á heimavistinni minni. Á föstudaginn dóu öll ljós í húsinu, rafmagn á sumum stöðum og lyftan hætti alveg að virka (ég bý á 4. hæð notabene). Ég og Tina vorum svo heppnar að hafa rafmagn þannig að við gátum kveikt á lömpunum okkar og svona, sem betur fer. Á laugardeginum fór allt heitt vatn af húsinu, þannig að ekki var hægt að þvo sér. Næs. Um miðjan daginn fór svo gjörsamlega allt rafmagn af húsinu.....no more lamps and no more hot chockolade. Einhver kall hafði komið til að reyna að laga rafmagnið og gerði bara illt verra. Þannig að við fórum út á laugardagskvöldinu án þess að fara í sturtu og þurftum að mála okkur við kertaljós. Myndavélar voru stranglega bannaðar þetta kvöld því gvöð má vita how terrible we must have looked (and smelled). En svo á laugardagsnóttinni kom allt rafmagn inn aftur og heita vatnið líka og því gat ég á sunnudeginum þvegið af mér dýragarðslyktina.....það var ljúft.

Oft og mörgum sinnum hérna í Prag er ég búin að heyra setningar eins og þessar:
“You are the first person I meet that comes from Iceland”
“Yes, I can see that. You definetly look like you are from Iceland”
“So, everybody in Iceland has blond hair and blue eyes?”
“It´s always snowing in Iceland right?”
......og fleira í þessum dúr. Ég hélt að Evrópulöndin hefðu meiri vitneskju um Ísland en raun ber vitni. Stelpurnar frá Finnlandi eru reyndar ekki jafn “vitlausar” um Ísland eins og margir aðrir. Á Finnlandi búa þau líka við næstum því stanslaust myrkur yfir háveturinn og stanslausa birtu yfir hásumarið, þannig að þeim finnst Ísland ekki hljóma jafn mikið eins og einhver allt annar heimur líkt og margir aðrir. Þegar ég sýni fólki myndir frá Bifröst og segi þeim frá skólanum, hversu margir búa í háskólaþorpinu, hversu margir eru í tímum, hversu mikið námið kostar og svo framvegis þá missir fólk alltaf andlitið. Bifröst er víst eitthvað gjörólíkt því sem allir hérna virðast þekkja. Who knew?

Ég er búin að komast að því að það er satt sem fólk segir um að því lengur sem þú dvelur erlendis, því betur kanntu að meta það sem Ísland hefur upp á að bjóða....og ber þá fyrst að nefna ískalt og ferskt vatn beint úr krananum. Maður er vanur að taka því sem sjálfsögðum hlut. Mér var sagt að það sé hægt að drekka vatnið hérna í Tékklandi beint úr krananum og að það sé bara hið besta. But believe me......IT´S NOT!! Þeir sem segja það hafa greinilega aldrei smakkað gott vatn. Ég held mig við það að versla vatnið út í búð, takk fyrir.

En já, helgin var rosalega viðburðarík hjá mér. Á föstudagskvöldinu fórum við Marta, Asja, Kasja, Justina, Alex og Max út á lífið. Hitttumst heima hjá Max og drukkum þar nokkra sopa og skelltum okkur svo á klúbb sem heitir Chakuzi (eða eitthvað þannig) og var þar verið að spila House music. Stuð. Dönsuðum og drukkum fram á nótt og var ég komin upp í ból um 6 leytið. Jæja, þá get ég loksins sagt að ég hafi djammað almennilega í Prag. Verð sko að fara að gera meira af því.....þetta var rosalega gaman. Á laugardeginum vaknaði ég svo um hádegið því við höfðum öll ákveðið að fara í dýragarðinn um 1 leytið. Eða öll nema Max, því að hans mati eru dýragarðir ekki skemmtilegir nema maður sé hátt uppi. En hvað um það, við hin skelltum okkur og skemmtum okkur eins og litlir krakkar. Zoo Praha er alveg risastór og ógeðslega flottur og þar eru öll dýr sem til eru í heiminum (eða svona næstum því). Fílar, gíraffar, górillur, tígrisdýr, ljón, apar, flóðhestar og fleira og fleira. Um kvöldið fór ég svo ásamt Tinu og Ösju á íslensku tónleikana með Ben Frost, Daníel Ágúst, Worm is Green og Sometime. Þegar við vorum að fara héðan kom í ljós að 8 aðrir krakkar frá heimavistinni voru einnig að fara á þessa tónleika. Gaman að því.....allir rosalega heitir fyrir íslenskri tónlist. Var spurð að því hver væri eiginlega ástæðan fyrir því að Íslendingar væru svona miklir snillingar í tónlistargerð. Held að svarið mitt hafi verið eitthvað í þessa áttina: “Öööjjjfffllll”. Tónleikarnir voru magnaðir og þá sérstaklega Worm is Green og Sometime. Hitti Bjarna, gamlan “skólafélaga”, sem er einn af meðlimum Worm is Green, og fékk þá í fyrsta sinn síðan ég kom hingað til Prag að spjalla á íslensku face to face við einhvern. Gvöð hvað það var notalegt. Á sunnudeginum skellti ég mér á einhverskonar “exhibition” með Tinu og Nathan, sem er strákur hérna á heimavistinni frá Frakklandi. Ég er nú ekki mikill listaunnandi en ákvað að prófa þetta og ég verð nú að segja að það kom mér á óvart hvað ég nennti að skoða þarna. Sá meðal annars drauma sturtuna mína og sitthvað fleira. Eftir sýninguna fórum við svo út að borða á einhvern pizzastað þar sem það var mega mikið mál að fá að skipta einni pizzu á milli okkar Tinu.......fólk hér er ekki mikið fyrir að tala né skilja ensku sem gerir einfalda hluti stundum soldið erfiða. Eeeen það hófst á endanum. Um kvöldið skellti ég mér svo með finnsku stelpunum Milku og Tainu á tónleika með sænsku glamúr-rokk hljómsveitinni The Ark (þeir tóku þátt í Eurovision með laginu “The worrying kind”) og voru þessir tónleikar alveg hin frábærasta skemmtun.

Rosalega tekst mér alltaf að blaðra mikið þegar ég er að skrifa hérna inn. Vonandi kem ég oftar á netið og skrifa þá minna í einu fyrst að ég er núna komin með netið inní herbergi til mín. Ætla ekki að blaðra meira í bili, en langar til að henda hérna inn einni setningu á tékknesku. Þetta er án efa fyrsta setningin sem allir læra hérna, því þú þarft ekki að vera hér meira en 2 daga til að læra hana utan af. Getiðið giskað á hvað hún merkir?

Ukoncete vystup a nástup, dvere se zavírají.

Ahoj!

2 comments:

Zanný said...

Gaman að heyra frá þér loksins og frábært að þú skemmtir þér svona vel. Ég hef því miður ekki hugmynd hvað þessi setning þýðir.
Knús og koss frá Bifröst.

Steinunn said...

Játs hlakka ekkert smá að koma til þín og fara almennilega ferð til Vínar...vona bara að hún gangi betur en síðasta ferð mín þangað, eða já betur en ferðin okkar til London :p Hef ekki hugmynd samt um þessa setningu, gæti verið: Nei því miður ég tala ekki tékknesku, eða get ég fengið einn bjór takk :D hehe