Pages

Monday, September 17, 2007

Síðasti dagurinn

Í dag er síðasti dagurinn minn á Íslandinu í 3 mánuði. Um 10 leytið í fyrramálið mun ég vera stödd í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að kveðja hana Elínu mína, mömmu og pabba. Þá verður ekki aftur snúið. Eins hrikalega erfið og tilhugsunin er um að þurfa að kveðja Elínu....þá get ég allavega huggað mig við það að hún verður í góðum höndum. Hér á Skaganum hefur hún sko fullt af fólki til að ráðskast með. "Litli" bróðir minn var til dæmis að kaupa sér íbúð ásamt sinni heittelskuðu í sömu blokk og pabbi Elínar býr í. Þannig að það verður stutt fyrir hana að heimsækja skötuhjúin, sem eru að fara að eignast sitt fyrsta barn núna í nóvember. Er pínu fúl yfir þessari tímasetningu hjá þeim.....en ég verð víst að bíða í rúman mánuð með að fá að knúsa litla krílið. Þangað til getur Elín allavega knúsað "það" frá mér.

Eeeen þó svo að spennandi hlutir séu að gerast hérna heima sem ég missi af, þá bíður mín einnig mjög svo spennandi reynsla úti í Prag sem ég get ekki beðið eftir að upplifa. Að kynnast nýju fólki from all over, að upplifa öðruvísi menningu en maður þekkir og að geta bjargað mér aðeins á framandi tungu eru nokkur dæmi um það sem ég ætla mér að gera. Einnig ætla ég að ferðast til eins margra landa sem eiga landamæri að Tékklandi og ég hef efni á (þessi lönd eru Pólland, Slóvakía, Þýskaland og Austurríki). Til að mynda þá eru aðeins 350 km sirka frá Prag til Munchen og svo sirka 250 km frá Prag til Vínar. Einnig ætlum við Steinunn að heimsækja hvor aðra, en hún er stödd í skiptinámi í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. Þannig að já.....það er nóg fyrir stafni. Ég gæti sko blaðrað út í eitt hérna, er svo hriiiiiikalega spennt. Eeeen ætla að skella mér í ræktina í staðinn og reyna að losa aðeins um þessa spennu þar......úúffff.

Wish me luck

3 comments:

Anonymous said...

Ég er ekki frá því að maður öfundi þig bara soldið :) þetta verður svo gaman hjá þér og ég vona bara að ekkert klikki og ég geti komið til þín í heimsókn :)

Anonymous said...


verður nú að fara að segja okkur frá fyrstu dögunum og hvernig þetta er þarna úti :)

Knúss kveðjur, Egill

Anonymous said...

Hæ hæ kella já svolítið sammála sko, gæti verið að þú sért ekki komin í tölvusamband þar sem þú ert hvorki búin að blogga né ert online á msn´.... en ég hlakka til að lesa fréttir af þér kona.... sá þú vars að reyna að tala við mig kvöldið áður en þú fórst ég var því miður of upptekin að reikna hehehe fór nefnilega í fyrsta Lobbaprófið á þriðjudeginum.

Allavega hafðu það gott skvísa heyrumst fljótlega :)