Sunday, September 23, 2007

Fyrstu dagarnir...

Tíminn er sko fljótur að líða hérna í Prag. Er búin að vera hér í 5 daga núna og verð ánægðari með að hafa valið þessa borg með hverjum deginum sem líður. Borginni er skipt niður í 10 “hverfi” sem eru númeruð frá 1 til 10. Miðbærinn er sumsé Praha 1 og svo eru “hverfin” 2 til 10 í kringum miðbæinn. Ég bý í Praha 7 og skólinn minn er í Praha 10. Ég hef ekki enn farið í skólann þannig að ég veit ekki hversu lengi það tekur mig, en ég er um það bil 10-15 mín að fara niður í bæ. Ég þarf að rölta í sirka 2 mínútur á Sparta-stöðina og tek þar “tram” til Hradcanska-stöðvarinnar og þaðan tek ég svo “metro” til Mustek-stöðvarinnar sem er í bænum. Svo einfalt að það hálfa væri nóg. Þetta hljómaði svo flókið fyrst.... tram, metro og bus.... en miðað við að ég er búin að læra á “metro”-kerfið nú þegar og er alveg að ná “tram”-kerfinu þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu.

Ég lenti á flugvellinum síðastliðið þriðjudagskvöld, með tæp 18 kíló í yfirvigt, og hitti þar Martin sem ég hef sagt ykkur frá áður. Hann er indæll 23 ára strákur sem hefur búið í Prag síðan hann fæddist og þekkir gjörsamlega hvern einasta krók og kima rétt eins og lófann á sér. Þó svo að það sé yfirleitt svakaleg svitalykt af honum, þá held ég að ég sé mjög heppin að hafa fengið hann sem buddy, því hann er algerlega búinn að sjá um mig hérna þessa fyrstu daga mína. Ég er strax búin að fá tékkneskt símanúmer, kort sem virkar í allar lestar og rútur í 3 mánuði og einnig er ég búin að kynnast 2 vinkonum hans. Hann hefur tvisvar boðið mér í heimsókn heim til foreldra sinna þar sem hann eldaði handa mér mjög fínan mat og bauð mér uppá kók í dós með. Nammi namm.... Hann þurfti að vinna um helgina og hafði þvílíkar áhyggjur af því að ég yrði ein. Ég reyndi að sannfæra hann um að ég gæti alveg verið ein og rúntað um borgina til að skoða mig um en hann vildi nú ekkert með það hafa. Heldur lét hann vinkonur sínar hafa símanúmerið mitt og svo höfðu þær samband við mig.

Ég hitti Anetu á föstudagskvöldinu á kaffihúsi ásamt kærasta hennar sem er frá Frakklandi (man ekki hvað hann heitir). Við fengum okkur smá áfengi og röltum um í miðbænum og svona sem var mjög gaman bara. Á laugardeginum hitti ég svo aðra vinkonu hans Martins sem heitir svo mikið sem Lada......híhí. Við skoðuðum sögufræga staði í Prag eins og Charles bridge, Charles castle, St. Nicholas, “eiffel tower” og fleiri hrikalega stórar og flottar byggingar. Næstum því hver einasta bygging í gamla hluta Prags hefur einhverja sögu á bak við sig og það er mjög gaman að rölta um og skoða þessi þvílíku mannvirki. Í dag hitti ég svo Lödu aftur og við röltum um í miðbænum og fórum í verslunarmiðstöð að skoða og versla. Án gríns þá held ég að ég hafi aldrei á ævi minni labbað jafn mikið eins og síðan ég kom hingað. Enda er ég komin með blöðrur og hælsæri á báða fætur og á erfitt með gang. Brjálæðislega heitt fótabað með bubbles og fótanuddi er sko efst á óskalistanum mínum í augnablikinu.

En á morgun er fyrsti dagurinn minn í skólanum og þá hitti ég hina skiptinemana. Held að við séum 9 í mínum skóla. Það verður reyndar engin almennileg kennsla hjá okkur fyrstu vikuna, bara kynning á skólanum og borginni og er Martin einn af þeim sem sér um þessa kynningu. Held reyndar að kynningarvika sé bara fancy orð fyrir “fyllerí”.......híhí. Kemur í ljós á morgun. Eeeeníveis ætla að láta þetta duga í bili....

Þangað til næst.....

8 comments:

Zanný said...

hæ hæ skvís, gaman að heyra frá þér loksins :) gott að það gangi allt svona vel og góða skemmtun fyrstu vikuna í skólanum :9
knús og koss frá Bifröst

Anonymous said...

þú átt eftir að enda í hjólastól með þessu áframhaldi :)... kannski væri það ekkert ósniðugt... bara rúlllar um bæinn í svoleiðis. awsome idea, þú þakkar mér síðar;-)


knúss kveðjur, Egill

Anonymous said...

gaman að heyra að þér líður vel og það er gaman hjá þér, þín er saknað héðan af skaganum en það venst hehe :D hafðu það gott skvíza við fylgjumst grant með þér héðan af vallarbrautinni

Kv Ragnar litli bróðir og Dröfn

Anonymous said...

Rosalega er gaman að heyra að þú skemmtir þér vel, ég hef nú ekki miklar áhyggjur af því að þú náir nú ekki að bjarga þér þarna. Leiðinlegt að ég kom ekki í kaffi þitt, en ég verð fyrst manna að kíkja til þín þegar þú kemur heim.....öfundskveðjur af skaganum, Rannveig

Steinunn said...

Hæ elskan og velkomin til útlandandanna :) Ógó gaman að heyra í þér á laugardaginn þó ég viðurkenni að hafa verið örlítið tipsy tíhí. Hlakka til að heyra hvernig stundataflan þín er og svona..ég er nánast í 2 vikna fríi seinni partinn í okt. Það fer lest héðan til Prag daglega, tekur 6 klst og kostar um 3000 kall aðra leið..not bad not bad :p Styttist í að við getum hisst. Hafðu það rosa gott og hlakka til að heyra betur í þér þegar ég er orðin nettengd.

kiss kiss

Eyrún said...

Hæ hæ, mikið er gaman að sjá að það sé búið að vera gaman hjá þér, held að þetta sé alveg yndisleg borg miðað við hvað maður hefur heyrt. Vona að reynslan verði áfram góð, er líka alveg viss um að það séu ekkert svo margir kílómetrar til swerge ;-)

Magga said...

Frábært að heyra í þér :) ég er ekki frá því að ég sé farin að sakna þín soldið :/ en ég heyri að það er rosa gaman hjá þér og ég hlakka til að heyra meir :)

Magga said...

Frábært að heyra í þér :) ég er ekki frá því að ég sé farin að sakna þín soldið :/ en ég heyri að það er rosa gaman hjá þér og ég hlakka til að heyra meir :)