Pages

Thursday, September 13, 2007

Haaa??

Hæhæ

Þegar ég vaknaði í morgun (eða um hádegið......) þá var ég varla komin fram þegar síminn hringir. Ég svara og það er hann pabbi minn sem er í símanum. Það fyrsta sem hann segir við mig er: “Ég ætlaði bara að láta þig vita áður en þú sæjir fréttirnar að hún mamma þín lenti í slysi”. Eina sem ég gat sagt og hugsað á þessum tímapunkti var: “HAAA???”. Ekki skemmtilegt að fá svona fréttir í morgunsárið (eða í hádeginu......whatever) – en það er óhætt að segja að ég hafi vaknað almennilega við þetta. Mamma átti að fljúga út til Þýskalands kl. 7 í morgun og því var flugslys það fyrsta sem mér datt í hug. En neeeeei, þegar ég fékk nánari upplýsingar um slysið þá var þetta nú ekki alveg svo slæmt. Það er alltaf sagt við flughrætt fólk að það séu meiri líkur á að maður lendi í bílsslysi á leiðinni út á flugvöll, heldur en aksjúllí að lenda í flugslysi.......og hún mamma mín lenti bara akkúrat í þessu. Hún var sumsé ein af þeim 60 farþegum í rútunni sem lenti á aurskriðunni í Kollafirðinum. Vinnan hennar var á leiðinni í árlega skemmtanaferð til útlanda og lét þetta slys nú ekkert á sig fá. Önnur rúta kom og sótti þau og skutlaði þeim á flugvöllinn. Mamma var nú heppin og slapp með bara eitt stykki glóðurauga. Allt er gott sem endar vel....það held ég nú. Hér er fréttin á Mbl.

Á laugardaginn næsta ætla ég að halda smá kveðju-kaffiboð hérna á heimili foreldra minni á Akranesi kl.17. Fínt að smala vinum og vandamönnum saman til að kveðja alla í einu, svo ég þurfi ekki að fara um allar trissur og gera það sjálf...... Þannig að ef ég hef ekki boðið þér, en við þekkjumst samt, og þig langar alveg rosalega til að kveðja mig áður en ég flyt af landi brott....endilega bara bjalla í mig eða bara kíkja beint í kaffiboðið. Ég ætla að reyna að baka og bjóða uppá einhverjar veitingar fyrir fólkið. Veit ekki hvernig það fer......en ég mun að minnsta kosti gera tilraun til þess.

Kveð að sinni

5 comments:

Anonymous said...

er manni boðið í kaffi???
kv Rannveig

Rósa Soffía said...

Að sjálfsögðu Rannveig :)

Anonymous said...

Hei mig langar að koma í kaffi :p Gangi þér vel að pakka skvís :)
Steinunn

Anonymous said...

Ömurlegt að komast ekki í kaffi til þín :(
Magga

Anonymous said...

Hæ elskan takk kærlega fyrir mig, kom alveg pakksödd heim sko :) en góða ferð og gangi þér rosalega vel með allt