Ég elska þegar maður getur byrjað sáttur
nýja vinnu- og æfingaviku eftir góða helgi. Ég byrjaði laugardaginn minn á mjög
góðri fótaæfingu niðrí Reebok Fitness í góðum félagsskap, tók svo 50 mín
brennslu á stigatækinu mínu heittelskaða og mældi eina stelpu sem var að klára
hjá mér mánuð í einkaþjálfun. Eftir það fór ég heim í sturtu og náði að leggja
mig aftur í smástund áður en familían kom frá Skaganum. Pabbi og bróðir minn
voru aðeins að laga Poo-inn minn þar sem bremsuklossarnir voru farnir í hinum
og á meðan skruppum við Elín, mamma og Ingierður frænka mín í Kolaportið og
Kringluna. Um kvöldið fórum við svo öll saman að borða á KFC. Ég verð að
viðurkenna að það er ekki uppáhaldið mitt og fer aldrei þangað sjálf, en þegar
allir aðrir eru æstir í að fara þangað þá nennti ég ekki að vera með sérþarfir.
Svo fóru bara allir uppá Skaga aftur, nema ég, ég hafði það bara kósý heima með
snapchat og horfði á The Voice og Supernatural.
Sunnudaginn notaði ég svo bara heldur betur
til að hvíla mig og hlaða batteríiin fyrir komandi viku. Ég svaf til hádegis og
gerði svo næstum ekkert allan daginn, nema bara allra nauðsynlegustu húsverkin,
verslaði í matinn og eitthvað þannig dund. En mest megnið af deginum lá ég í
sófanum að horfa á þætti! Æ mér finnst alveg nauðsynlegt að taka svona letidaga
inná milli, sérstaklega þegar maður er að alla virka daga frá 6 á morgnanna til
kl 20 á kvöldin.
Í þessari viku ætla ég svo að vera mega
dugleg, og er búin að setja mér þessi markmið fyrir vikuna:
- Taka 50 mín brennslu á stigavélinni alla daga vikunnar
- Fara á æfingu eftir vinnu alla daga vikunnar nema á fimmtudaginn
- Prófa einn hópatíma í Reebok fitness
- Fara 100% eftir matarplaninu mínu
- Muna etir að taka ÖLL vítamín og fæðubótaefni
- Ekki fara seinna að sofa en kl 23:30
- Þvo húðina á hverju kvöldi
- Ekki panta neitt á netinu!
Þá er bara að standa við þetta! Sumt af
þessu geri ég nú alltaf og er yfirleitt ekki mikið mál, en ég set það samt sem
áður með sem markmið vikunnar, því ég skrifa niður allt sem ég ætla mér að gera
í vikunni.
Mér finnst mjög mikilvægt að setja sér
svona lítil markmið, og jafnvel byrja bara á að setja sér markmið fyrir einn
dag í einu. Svo fyrir vikuna, svo fyrir mánuðinn og svo langtímamarkmið líka.
Það hjálpar manni mjög mikið að skrifa þetta niður og ánægjan sem felst í því
að geta svo hakað við að maður hafi staðið við markmiðin sín er gífurlega mikil.
Svo getur maður haft verðlaunakerfi líka ef maður stendur sig, eins og til dæmis
gæti ég haft eftir vikuna, ef ég stend við þetta allt saman, að þá megi ég
versla körfuna sem ég er byrjuð að safna mér í á AliExpress .
Mig langar svo til að útbúa mér eitthvað
flott verðlaunakerfi og markmiðasetninga-dagbók eða eitthvað þannig, ef þið
eruð með einhverjar flottar hugmyndir þá megið þið endilega deila þeim með mér J Getið sent mér á rosasoffiaharalds@gmail.com
eða sent mér myndir á snapchat, þið sem eruð með mig þar J
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment