Núna er komið ansi langt síðan ég skrifaði færslu hérna inn! Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í keppnisundirbúningnum, vinnunni og bara lífinu almennt! Ég er manneskja sem elska að hafa nóg að gera og þrífst best þannig, svo að ég kvarta ekki undan því. Mér þykir samt of vænt um þessa bloggsíðu mína til að geta lagt hana alveg uppá bátinn. Ég hef mikið hugsað um að setjast niður og skrifa færslu hérna inni, en bara ekki alveg gefið mér tímann í það, fyrr en núna. Betra er seint en aldrei! Kannski eru allir búnir að gefast uppá blogginu mínu eftir að ég skipti yfir í enskuna um daginn, en mig langar mikið til að færa mig alveg aftur yfir í íslenskuna og halda úti skemmtilegu og líflegu bloggi sem fólk hefði gaman að kíkja á og fylgjast með. Hef verið að velta soldið fyrir mér hvernig sé best að koma því í framkvæmd að byggja upp góðan lesendahóp og svona, en kannski get ég bara ekki búist við stærri hóp miðað við mín áhugamál. Ég hef aðallega verið að skrifa um ræktina, fitness, sjónvarpsþætti og bara líf mitt almennt. Ekkert make-up, tísku, snyrtivöru eða hönnunar blogg hér á ferðinni, eins og virðist vera hvað vinsælast í dag. En hvað um það, ég ætla allavega að henda inn einni færslu núna og sjá hvað gerist.
Núna eru 3 vikur í bikarmótið og að nógu að huga. Ég er búin að vera að sjá um minn undirbúning alveg sjálf hvað varðar mataræðið og æfingarnar. Ég hef farið til Helga Tul hjá Sport og Heilsu í mælingar á sunnudögum og á pósunámskeið strax á eftir og hefur hann reynst mér mjög vel. Hann hefur verið að gefa mér góð ráð varðandi hin ýmsu fitness-tengdu smáatriði sem þarf að huga að, gefið mér ábendingar um æfingar sem gætu hjálpað mér að ná betra heildarlúkki og einnig hef ég fengið hann til að skoða yfir matarplönin hjá mér og benda mér á ef það er eitthvað sem ég gæti gert betur eða öðruvísi. Hann ætlar líka að hjálpa mér aðeins í sambandi við vatnslosunina sem hefst eftir 2 vikur, því ég hef aldrei gert svoleiðis plan áður! Það verður hrikalega spennandi (eða stressandi) að sjá hvernig það tekst til.
En algjörlega burt séð frá því hvernig þetta mót fer þá er ég búin að taka stökkbreytingum á þessu ári varðandi hugarfar, metnað og sjálfsstjórn. Þegar þetta mót er búið þá er ég ekkert að fara að slaka á! Kannski ég muni minnka morgunbrennslunarnar og auka aðeins í hitaeiningarnar, en ég er bara rétt að byrja í þessu sporti! Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir þá er ég búin að finna hvað virkar fyrir mig og minn líkama, þannig að mér líði vel og ég geti staðist freistingar. Ég ætla að halda áfram og taka fleiri mót, alveg þangað til ég stend uppi sem sigurvegari!! Þannig er það bara :)
Núna eru 3 vikur í bikarmótið og að nógu að huga. Ég er búin að vera að sjá um minn undirbúning alveg sjálf hvað varðar mataræðið og æfingarnar. Ég hef farið til Helga Tul hjá Sport og Heilsu í mælingar á sunnudögum og á pósunámskeið strax á eftir og hefur hann reynst mér mjög vel. Hann hefur verið að gefa mér góð ráð varðandi hin ýmsu fitness-tengdu smáatriði sem þarf að huga að, gefið mér ábendingar um æfingar sem gætu hjálpað mér að ná betra heildarlúkki og einnig hef ég fengið hann til að skoða yfir matarplönin hjá mér og benda mér á ef það er eitthvað sem ég gæti gert betur eða öðruvísi. Hann ætlar líka að hjálpa mér aðeins í sambandi við vatnslosunina sem hefst eftir 2 vikur, því ég hef aldrei gert svoleiðis plan áður! Það verður hrikalega spennandi (eða stressandi) að sjá hvernig það tekst til.
En algjörlega burt séð frá því hvernig þetta mót fer þá er ég búin að taka stökkbreytingum á þessu ári varðandi hugarfar, metnað og sjálfsstjórn. Þegar þetta mót er búið þá er ég ekkert að fara að slaka á! Kannski ég muni minnka morgunbrennslunarnar og auka aðeins í hitaeiningarnar, en ég er bara rétt að byrja í þessu sporti! Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir þá er ég búin að finna hvað virkar fyrir mig og minn líkama, þannig að mér líði vel og ég geti staðist freistingar. Ég ætla að halda áfram og taka fleiri mót, alveg þangað til ég stend uppi sem sigurvegari!! Þannig er það bara :)
Myndir teknar á síðasta pósunámskeiði hjá Sport og Heilsu í Reebok Fitness |
Ég ætla að láta þessi orð duga í bili....
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment