Selfie í veikindunum! |
Elín Mist fór á fyrsta ballið sitt í unglingadeildinni - stóra flotta stelpan mín! |
Ég að æfa pósurnar, æfingin skapar meistarann!! |
Okkur mæðgum finnst rosa gaman að skauta (fékk ekki að taka mynd af unglingnum) |
Ég skráði mig á pósunámskeið hjá Helga Tul og Hafdísi niðrí Reebok Fitness og er búin að mæta í 2 tíma. Í fyrsta tímanum var Siggi Gests, sem er alþjóðlegur IFBB dómari, að hjálpa til og skoðaði pósurnar hjá öllum og kom með ábendingar um hvað mætti gera betur. Núna á sunnudaginn vorum við svo að æfa T-gönguna alveg á fullu, með tónlist og svona. Mér finnst þetta svo gaman :) Ég veit að það eru margir sem skilja ekki fitness og hvernig maður nennir öllu þessu til að "glenna" sig á sviði í nokkrar mínútur. En það er ekki bara það sem maður er að leitast eftir. Það er bara allt við þetta sem er svo skemmtilegt. It´s about the journey, not the destination :)
Ég ákvað að prófa um helgina að hafa "nammidaginn" á sunnudegi í stað laugardags eins og ég hef alltaf alltaf alltaf gert. Mér fannst það svo hrikalega fínt að ég hugsa að ég muni gera það hér eftir.
Veðrið í morgun var svo hræðilegt að manni langaði helst að skríða undir sængina þegar vekjaraklukkan byrjaði að hringja fyrir klukkan sex. En nei, það eru 7 vikur í mót og ég ætla að láta hvern einasta dag ganga upp!! Svo ég reif mig á fætur, klæddi mig bara í fullt af fötum og dreif mig út í Sporthúsið og tók mínar 60 mín af brennslu! Áfram ég!! :D
Ég að fara út í morgunbrennsluna í morgun - oj hvað það var ógeðslega kalt og blautt!! |
P.S. Ég er ekki búin að vera í miklu stuði til að blogga á ensku uppá síðkastið, þannig að ég ákvað bara að vera kærulaus og blogga á íslenskunni fallegu. Hver veit nema ég geri það svo bara héreftir. Kemur allt í ljós :)
xx
Rósa
1 comment:
Like á post á íslensku... :D
Go girl, kveðja Rannveig
Post a Comment